Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Að fá athygli - skapandi skrif

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 06. nóvember 2018
  • 7 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja koma þekkingu sinni og viðhorfum sínum á framfæri í rituðu máli og verða dómbærari á skrif annarra. Uppbygging greina í dagblöðum, tímaritum, ritgerðum og á vefmiðlum skoðuð. Þátttakendum hjálpað að skilgreina viðfangsefni sín; finna á þeim flöt, ákveða miðil og afmarka lesendahóp. 

Rætt um einkenni góðra greina; málfar og stíl, efnistök, uppbyggingu og lengd. Ýmsar ritunaraðferðir kynntar s.s. efnisval, efnistök, nálgun og val á markhópi. Rætt um mismunandi áherslur ólíkra miðla og um ákjósanleg hlutföll staðreynda, skoðana, reynslusagna og tilfinninga í almennum skrifum. Skoðað verður hvernig málefnum er komið til skila á árangursríkan hátt.

 Námskeiðið kostar kr. 34.000. Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.


Markmið

  • Að þátttakendur átti sig á hvað þarf til að koma máli á dagskrá.
  • Að þátttakendur geri sér grein fyrir hvaða tegund fjölmiðlunar hentar fyrir ólík viðfangsefni.
  • Að þátttakendur læri aðferðir til að búa til eigið tengslanet.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
06.11.2018Að fá athygli - skapandi skrif10:0017:00Björg Árnadóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartún 1, fyrsta hæð.
06. nóvember. Kl. 10:00 - 17:00.

Umsjón

Björg Árnadóttir rithöfundur og fullorðinsfræðari.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Mæting.