Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vaktavinna og lýðheilsa. Námslota 3, Vaktavinnufyrirkomulag og vinnumenning - Höfuðborgarsvæðið

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 30. maí 2016
 • 11 klst.
 • 24.200 kr.
 • Námið er ætlað stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur vaktir.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Viðfangsefni námslotu 3 eru:

Vaktkerfi og skráning, 5 klst.
Starfsbragur og kynjuð sýn, 6 klst.


Í fyrri hluta lotunnar er hugmyndafræði helstu vaktavinnukerfa kynnt. Gefin verður innsýn inn í óskavaktakerfi og vaktarúllur og hvernig bregðast má við villum eða ofhleðslu vakta. Þá er farið í mismunandi vaktavinnuákvæði í ráðningarsamningum. Í lok þessa námsþáttar þjálfast þátttakendur í notkun Vinnustundar í Oracle.

Í síðari hluta lotunnar verður sjónum beint að vinnustaðnum og starfsmanninum. Fjallað er um hvað mótar vinnustaðarmenningu og rýnt í staðalímyndir kynja, hópa, (fag)stétta, þjóðerna og kynslóða. Rætt verður um ólíkar þarfir starfsmanna út frá einstaklingsbundnum og sálfélagsfræðilegum þáttum s.s. félagslegri stöðu, aldri, lífshlutverkum og samspili vinnu og einkalífs. 


Námslotan er 11 klukkustundir. Námsloturnar þjár eru samtals 28 klukkustundir.

Helstu efnisþættir:
 • Óskavaktakerfi.
 • Vaktrúlla.
 • Forsendur stillinga í vaktkerfum (s.s. Oracle, Vinnustund, TimeCare).
 • Ráðningasamningar og vaktavinnufyrirkomulag.
 • Vaktir og fjölskylduábyrgð.
 • Vaktavinnumenning, hefðir og staðalímyndir.
 • Áhrif vaktavinnu og kyn/aldur
 • Upplýsingamiðlun og boðleiðir.
 • Kynjaðir vinnustaðir og kynjaðar vaktskrár.
 • Hæfni og viðhorf vaktavinnustarfsmannsins.
 • Fjarvistir og fjarverustjórnun.

Nauðsynlegt er að ljúka námslotum 1, Lýðheilsa og vaktir og 2, Umgjörð kjarasamninga áður en þessi námslota er tekin.

Vaktavinna og lýðheilsa - námskrá

Að vaka og vinna og vernda heilsuna - auglýsing

Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar. 

Flestir fræðslu- og mannauðssjóðir aðila á opinberum og almennum vinnumarkaði endurgreiða námskeiðsgjöld eftir sínum úthlutunarreglum. Kannaðu þinn rétt.Markmið

 • Að þekkja til helstu vaktavinnukerfa og átta sig á helstu kostum þeirra eða göllum.
 • Að þjálfast í skráningu og skipulagningu á eigin vaktkerfi.
 • Að átta sig á áhrifum vinnustaðarmenningar eða staðalímynda á eign hegðun.
 • Að þekkja til mismunandi áhrifa vaktavinnu á kynin.
 • Að þekkja leiðir til úrbóta til að bæta menningu, umhverfi og heilsuhegðun.
 • Að vita til hvaða leiða má grípa til að auka ánægju og vellíðan á vinnustað
 • Að meta hvaða einstaklingsbundna og persónulega hæfni nýtist vel í vaktavinnu.
 • Að þekkja hvaða áhrif vaktafyrirkomulag getur haft á vinnumenningu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
30.05.2016Vaktakerfi og skráning10:0012:00Bára Hildur Jóhannsdóttir
30.05.2016Vaktakerfi og skráning - verkleg þjálfun hjá Fjársýslu ríkisins13:0016:00Bára Hildur Jóhannsdóttir
31.05.2016Starfsbragur og vinnumenning09:0012:00Svava Jónsdóttir
31.05.2016Starfsbragur og kynjuð sýn13:0016:00Gná Guðjónsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, rafrænt efni og verkleg þjálfun.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir.

Sólborg Alda Pétursdóttir.

solborg hjá smennt.is
Prenta námskeið

Staður og stund

Framvegis, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Verkleg þjálfun fer fram hjá Fjársýslu ríkisins að Vegmúla 3, 108 Reykjavík (kjallari).
30. maí frá klukkan 10:00 - 16:00. 31. maí frá klukkan 9:00 - 16:00.

Umsjón

Bára Hildur Jóhannsdóttir ljósmóðir og verkefnastjóri á mannauðssviði LSH, Gná Guðjónsdóttir lögreglumaður, BSc í viðskiptafræði og meistaranemi í kynjafræði og Svava Jónsdóttir heilsu-og stjórnendaráðgjafi hjá Forvarna- og streituskólanum.

Samstarfsaðilar

ASÍ, BSRB, Félag íslenskar hjúkrunarfræðinga, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga.

Gott að vita

Þátttakendur fá klukkutíma matarhlé. Fjöldi matsölustaða er í nágrenninu.

Mat

Til þess að útskrifast af námskeiði þarf a.m.k. 90% mætingu og virka þátttöku í tímum.

Ummæli

Kennarar mjög vel undirbúnir og áhugsamir og komu efninu vel frá sér.