Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Jafnlaunastaðall: IV. Starfaflokkun - Fjarnámskeið

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 04. nóvember 2019
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .

Námslýsing

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Áreiðanleg og málefnalega rökstudd aðferð við flokkun starfa er lykilatriði í því að vel takist að ná markmiðum um launajafnrétti. Fyrirtæki og stofnanir sem vilja fá jafnlaunavottun á grundvelli staðalsins verða að ákvarða þau viðmið sem lögð skulu til grundvallar flokkun starfa og í framhaldi af því að flokka öll störf samkvæmt þeim.

Á námskeiðinu er fjallað almennt um hugmyndafræðina að baki flokkun starfa, viðmiða og ólíkar aðferðir við starfaflokkun. Einnig er farið yfir verklag og ferli starfaflokkunar skref fyrir skref og hvað felst í þeirri vinnu. Þátttakendum er leiðbeint um flokkun starfa og fá þeir aðgang að verkfærum og líkönum sem þeir geta nýtt á sínum vinnustað.

Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að staðlinum ÍST85:2012, sem má nálgast á stadlar.is

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Föstudaginn 1. nóv. kl 13:00 fer fram prufa á búnaði og ZOOM kerfinu fyrir þá þátttakendur sem það vilja.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 18. okt.  kl.10:00.Markmið

  • Að öðlast skilning á starfaflokkun, tilgangi hennar og ólíkum aðferðum.
  • Að þekkja ferli starfaflokkunar og verklag.
  • Að geta framkvæmt starfaflokkun, s.s. skilgreint viðmið og flokkað störf á grundvelli þeirra.
  • Að fá tækifæri til að miðla og læra af öðrum í sömu sporum varðandi flokkun starfa.
Skráðu þig hér!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
04.11.2019Á námskeiðinu er fjallað um:13:0016:00Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
04.11.2019Ferli við flokkun starfa og verklag13:0113:01Guðný Norðdahl Einarsdóttir
04.11.2019Aðferðir starfaflokkunar og val á aðferðafræði.13:0213:02Guðný Norðdahl Einarsdóttir
04.11.2019Ákvörðun og skilgreiningu viðmiða sem lögð eru til grundvallar flokkunar starfa.13:0313:03Guðný Norðdahl Einarsdóttir
04.11.2019Flokkun starfa samkvæmt viðmiðum. − Prófun á starfaflokkun og tenging við launaákvörðun.13:0413:04Guðný Norðdahl Einarsdóttir
04.11.2019Verkfæri og líkön sem nýta má til flokkunar starfa.13:0513:05Guðný Norðdahl Einarsdóttir
04.11.2019Ávinning starfaflokkunar og helstu hindranir.13:0613:06Guðný Norðdahl Einarsdóttir

Fyrirkomulag

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.


Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

smennt(at)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

FJARNÁMSKEIÐ
Mánudaginn 4. nóv. kl. 13:00 - 16:00.

Umsjón

Guðný Einarsdóttir er sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála-og efnhagsráðuneytinu.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Starfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga.

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.Mat

Þátttaka.