Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Tollstjóri - Árangursrík samskipti - Hópur A

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 09. október 2018
  • 8 klst.
  • Án kostnaðar
  • Starfsmenn hjá Tollstjóra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu verður farið í uppbyggileg og árangursrík samskipti á vinnustað og fjallað um hugtök því tengt eins og traust, heiðarleika, ábyrgð, virðingu, hreinskilni, stuðning og skuldbindingu. Hugað verður að því sem einkennir vinnustaði og hvers konar erfiðleikar í samskiptum geti komið upp. Hvernig hægt er að vinna með ágreining á uppbyggilegan hátt og mikilvægi þess að geta unnið úr þeim málum sem upp koma á vinnustað.

Fjallað verður um hvernig stuðla megi að gagnkvæmri virðingu í samskiptum og hvernig standa megi vörð um jafnræði og siðferði á vinnustað. Kynning verður á almennum og viðurkenndum viðmiðunum varðandi siðfræðileg vandamál í samskiptum fólks á vinnustöðum. Einnig verður farið í helstu skrifaðar og óskrifaðar reglur vinnustaða og einkenni góðrar vinnustaðamenningar.

Rætt verður um hvernig stjórnendur og starfsmenn geta stuðlað að vellíðan og árangursríku samstarfi á vinnustað. Fjallað um rétttindi og skyldur starfsmanna og stjórnenda.Markmið

  • Að þekkja eðli samskipta á vinnustað og hvað einkennir eigin vinnustaðamenningu.
  • Að þekkja leiðir til að efla samheldni og liðsheild.
  • Að læra leiðir til að auka sjalfsöryggi í samskiptum og árangur í samvinnu.
  • Að gera sér grein fyrir réttindum og skyldum starfsmanna.
  • Að þekkja siðferðileg viðmið og reglur í samskiptum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
09.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir
11.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir
16.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir
18.10.2018Árangursrík samskipti08:1510:15Hrafnhildur Jóhannesdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna.

Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Tryggvagata 19, 101 Reykjavík.
9., 11., 16. og 18. október 2018, frá kl. 8:15 - 10:15.

Umsjón

Hrafnhildur Jóhannesdóttir

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins fyrir starfsmenn Tollstjóra.

Mat

90% þátttaka í tímum og virkni í umræðum.