Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Dómstólasýslan – Word, framhald – Vefnámskeið

Helstu upplýsingar

  • 18 klst.
  • 33.000 kr.
  • Framhaldsnámskeið í Word fyrir starfsmenn dómstólanna.

Námslýsing

Word framhaldsnámskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa lokið Word grunnámskeiðinu eða hafa haldbæra grunnþekkingu á forritinu.

Útskýrt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni. Byrjað er að kynna grunnþætti ritvinnslu eins og hvernig hægt er að móta texta, setja inn myndir og aðlaga þær að texta. Unnið með frumskjöl (templates), töflur og myndrit. Fjallað er um vefsíðugerð með Word og hvernig hægt er að tengja saman ritvinnsluskjal og gagnaveitu til að útbúa persónulega fjöldasendingu (Mail merge).

Námskeiðið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur fá í upphafi sent kennsluhefti og leiðbeiningar en fá einnig reglulega send námsgögn á meðan námskeiði stendur þ.m.t. kennslumyndbönd.

Námsþættir: 
  •  Mótahnappastikur. Móta textasnið - styles. Flytja inn gögn. Öryggisstillingar
  •  Leit og útlitsmótun. Aðalskjöl og undirskjöl. Kaflaskipti og mótunefnisyfirlits.
  •  Neðanmálsgreinar. Atriðisorðaskrár og myndaskrár, sjálfvirk og handvirkuppsetning.

Kennari hefur samband við alla skráða þátttakendur þann dag sem námskeið hefst. Það er þó opið fyrir skráningar alla fyrstu vikuna. 

Þátttakendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins Bjartmars Huldusonar í gegnum þjónustusíma sem er opinn frá 10 - 20 virka daga. Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur í fjarnámi auk þess sem nemendur fá ríflegan stuðningstíma eftir að námskeiðinu lýkur.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.Markmið

  • Aukin færni í Word forritinu.
  • Færni til þess að setja upp stór skjöl og skýrslur.
  • Þekking til þess að nýta forritið til gagns í lífi og starfi.
Skráðu þig hér!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
01.06.2020Dómstólasýslan – Word, framhald – VefnámskeiðBjartmar Þór Hulduson

Fyrirkomulag

Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst, kennari(at)nemandi.is, eða í þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia(hjá)smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Vefnámskeið.
Valfrjálst upphaf. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.

Umsjón

Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari. 

Samstarfsaðilar

Nemandi.is

Gott að vita

Aðstoð er veitt í gegnum netfangið kennari(at)nemandi.is og í þjónustusíma 788 8805 á milli kl 10-20 alla virka daga.

Mat

Verkefnaskil.