Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Að auka seiglu og stjórna eigin líðan - Hvammstangi

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 10. nóvember 2019
 • 7 klst.
 • Án kostnaðar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Árið 2002 kom út metsölubók eftir Karen Reivich Ph.D. og Andrew Shatté Ph.D. sem nefnist The Resilience Factor.
Í bókinni segja höfundar frá víðtækum rannsóknum sínum á því hvernig framúrskarandi einstaklingar takast á við mótlæti og erfiðleika í leik og starfi. Það mikilvægasta er hvernig þeir hugsa og hvernig þeir vinna úr þeim atburðum sem gerast í kringum þá. Á fræðimáli kallast þessi eiginleiki „seigla“ eða á ensku „resilience“.
Við þurfum öll á seiglu að halda til að ná okkur eftir bakslög og takast á við daglegar hindranir.
Rannsóknir sýna að við getum breytt því hvernig okkur líður með því að breyta hugsunum okkar því að það sem stjórnar hegðun okkar er ekki það sem gerast í kringum okkur heldur hvernig við túlkum það sem gerist. Þetta kallast hugræn atferlismeðferð eða HAM. 

Hægt er að auka seigluna með því að breyta hugsunum sínum. 

Á námskeiðinu er farið í sjö þætti seiglu, hvernig þeir birtast og hvaða áhrif þeir hafa á einstaklinga og árangur. Farið er í hagnýtar æfingar sem auka seiglu og gefa innsýn í eigin hugsanir og orsakagreiningar.

Meðal þess sem er tekið fyrir á námskeiðinu:

 • Sjö þættir seiglu.
 • Hugræn atferlismeðferð.
 • Mat á aðstæðum og orsökum.
 • Áhrif hugsana á hegðun.
 • Núvitundaræfingar.
 • Tæki og tól til að auka seiglu.
 • Að vinna með styrkleika og veikleika.


Markmið

 • Betri innsýn í eigin hugsanir.
 • Aukin seigla.
 • Aukin hæfni í að takast á við mótlæti.
 • Betri lausn vandamála.
 • Betri skilningur á sjálfum sér.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
10.11.2019Að auka seiglu og stjórna eigin líðan.10:0013:30Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði
17.11.201910:0013:30

Fyrirkomulag

Fyrirlestur.
Hagnýt verkefni.
Umræður.
Virk þátttaka.

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia@smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Farskólinn - Námsverið á Hvammstanga, Höfðabraut 6. 
2 skipti: 10. nóv., sunnudag kl. 10:00-13:30 17. nóv., sunnudag kl. 10:00-13:30

Umsjón

Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði

Samstarfsaðilar

Farskólinn.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá Farskólanum (Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra).

Mat

Mæting og verkefnavinna.