Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Landspítali - Jafnlaunastaðall - Gæðastjórnun og skjölun

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 18. apríl 2018
  • 3 klst.
  • 8.000 kr.
  • Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem gegna leiðandi hlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Þess er krafist í staðlinum að fyrirtæki og stofnanir skilgreini og skjalfesti jafnlaunakerfi sitt og jafnlaunastefnu. Lögð er áhersla á skráningu og rekjanleika þeirra upplýsinga sem þörf er á til að staðfesta launajafnrétti kynja við vottun. Það er mikilvægt að verklag og aðferðir gefi greinargóða mynd af launamyndun og að hægt sé að vísa í skjalfest gögn þessu til stuðnings. 

Á námskeiðinu er fjallað almennt um gæðastjórnun í tengslum við ávinning af innleiðingu skjalastjórnar á vinnustað. Fjallað er stuttlega um uppbyggingu gæða- og skjalastjórnunarkerfa og lykilatriði staðla og reglugerða. Farið er yfir kröfur jafnlaunastaðalsins og skráningu gagna í rafræn skjalastjórnunarkerfi. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa grunnþekkingu á því hvernig eigi að skjalfesta jafnlaunakerfi á vinnustað. 

Helstu efnisþættir:
Samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar
Staðla- og regluumhverfi skjalastjórnar.
Skjalfesting jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfa.
Kröfur og verklagsreglur jafnlaunastaðalsins.
Skipulagning verklags í skjalastjórn.
Uppbygging ferla og gerð verklagsreglna.
Flokkunarkerfi og aðgangsstýringar.
Rýni og úttektir á verklagi.
Skráning og skjölun í rafræn kerfi.





Markmið

  • Að þekkja kröfur jafnlaunastaðalsins um skjalfestingu.
  • Að öðlast skilning á samspili gæðastjórnunar og skjalastjórnar.
  • Að fá innsýn í almennar kröfur um skjalastjórnun, helstu löggjöf, staðla og stefnur.
  • Að öðlast grunnfærni í að skjalfesta jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
18.04.2018Gæðastjórnun og skjölun09:0012:00Ragna Kemp Haraldsdóttir, doktorsnemi í upplýsingastjórnun.

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og umræðum útfrá raundæmum. 


Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Landspítali, fundarsalurinn Esja á Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5.
18. apríl 2018, kl. 9-12.

Umsjón

Ragna Kemp Haraldsdóttir, doktorsnemi í upplýsingastjórnun.

Samstarfsaðilar

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Þróunar- og símenntunarsjóður SFR, Þróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinu, Mannauðssjóður Kjalar, Mannauðssjóður Samflotsins, Mannauðssjóður KSG, Ríkismennt, Landsmennt, Sveitamennt, Starfsafl og Starfsþróunarsetur háskólamanna. 

Gott að vita

Hver vill ekki styðja við launajafnrétti? Fjöldi fræðslu-og mannauðssjóða í eigu aðila á vinnumarkaði endurgreiða stofnunum og fyrirtækjum námskeiðskostnaðinn.  Skila þarf inn kvittun og þátttökuskjali gegn endurgreiðslu.

Mat

Mæting.