Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Jafnlaunastaðall - Starfaflokkun - Akureyri

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 30. apríl 2018
 • 3 klst.
 • 9.000 kr.
 • Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem gegna leiðandi hlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Áreiðanleg og málefnalega rökstudd aðferð við flokkun starfa er lykilatriði í því að vel takist að ná markmiðum um launajafnrétti. Fyrirtæki og stofnanir sem vilja fá jafnlaunavottun á grundvelli staðalsins verða að ákvarða þau viðmið sem lögð skulu til grund¬vallar flokkun starfa og í framhaldi af því að flokka öll störf samkvæmt þeim.

Á námskeiðinu er fjallað almennt um hugmyndafræðina að baki flokkun starfa, viðmiða og ólíkar aðferðir við starfaflokkun. Einnig er farið yfir verklag og ferli starfaflokkunar skref fyrir skref og hvað felst í þeirri vinnu.

Þátttakendum er leiðbeint um flokkun starfa og fá þeir aðgang að verkfærum og líkönum sem þeir geta nýtt á sínum vinnustað.

Helstu efnisþættir:

 • Ferli við flokkun starfa og verklag.
 • Aðferðir starfaflokkunar og val á aðferðafræði.
 • Ákvörðun og skilgreining viðmiða sem lögð eru til grundvallar flokkunar starfa.
 • Flokkun starfa samkvæmt viðmiðum.
 • Prófun á starfaflokkun og tenging við launaákvörðun.
 • Verkfæri og líkön sem nýta má til flokkunar starfa.
 • Ávinningur starfaflokkunar og helstu hindranir.

Sjóðir sem endurgreiða námskeiðsgjöld:
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólksÞróunar- og símenntunarsjóður SFRÞróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinuMannauðssjóður KjalarMannauðssjóður SamflotsinsMannauðssjóður KSGRíkismenntLandsmenntSveitamenntStarfsafl ogStarfsþróunarsetur háskólamanna

Jafnlaunastaðall - námskrá.
Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunavottun.Markmið

 • Að öðlast skilning á starfaflokkun, tilgangi hennar og ólíkum aðferðum.
 • Að þekkja ferli starfaflokkunar og verklag.
 • Að öðlast færni til að framkvæma starfaflokkun, s.s. skilgreina viðmið og flokka störf á grundvelli þeirra.
 • Að fá tækifæri til að miðla og læra af öðrum í sömu sporum varðandi flokkun starfa.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
30.04.2018Starfaflokkun00:0003:00Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Símey, Þórsstíg 4, 600 Akureyri.
30. apríl 2018, frá kl. 9-12.

Umsjón

Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Samstarfsaðilar

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Þróunar- og símenntunarsjóður SFR, Þróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinu, Mannauðssjóður Kjalar, Mannauðssjóður Samflotsins, Mannauðssjóður KSG, Ríkismennt, Landsmennt, Sveitamennt, Starfsafl og Starfsþróunarsetur háskólamanna. 

Gott að vita

Hver vill ekki styðja við launajafnrétti? Fjöldi fræðslu-og mannauðssjóða í eigu aðila á vinnumarkaði endurgreiða stofnunum og fyrirtækjum námskeiðskostnaðinn. Skila þarf inn kvittun og þátttökuskjali gegn endurgreiðslu.

Mat

Mæting.