Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Dómstólasýslan - Öryggismál og varnarviðbrögð

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 02. apríl 2020
  • 4 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er eingöngu ætlað starfsmönnum dómstólanna.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Það er mikilvægt að kunna að bregðast rétt við ef erfiðar og óæskilegar aðstæður skapast í starfi.
Þær aðstæður geta komið upp að mikilvægt sé fyrir starfsmenn að geta varið bæði sig og aðra.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í sjálfsvörn og hvernig best sé að bregðast við yfirvofandi hættu.
Megináhersla námskeiðsins er að forðast bein líkamleg átök og ræða leiðir til að róa árásargjarna einstaklinga.

Kennari:
Felix Högnason, lektor við Oslo Metropolitan University í Osló. 
Felix er atferlisfræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu í vinnu með einstaklingum sem sýnt geta alvarlegan hegðunarvanda. Hann hefur haldið fjölda námskeiða í varanarviðbrögðum fyrir starfsfólk innan velferðarþónustu og skóla. Felix er með 3. dan svart belti í ju jitsu og hefur starfað sem kennari hjá Ju Jitsufélagi Reykjavíkur.Markmið

  • Aukin þekking á einkennum hegðunar sem getur leitt til árása og ofbeldis.
  • Aukin geta til að stýra einstaklingum í árásarham aftur í jafnvægi.
  • Aukin hæfni til að forðast átök í aðstæðum þar sem hætta er á líkamlegum átökum
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
02.04.2020Sjálfsvörn og öryggi.12:0016:00Felix Högnason, lektor við Oslo Metropolitan University í Osló.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur (sirka 1,5 klst) og æfingar (sirka 2,5 klst.).

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia(hjá)smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Dómstólasýslan,Suðurlandsbraut 14, 3.hæð, 108 Reykjavík.
Fimmtud. 2. apríl kl. 12:00 – 16:00

Umsjón

Felix Högnason, lektor við Oslo Metropolitan University í Osló. 

Gott að vita

Gott að mæta í þægilegum fatnaði.

Mat

Þátttaka.