Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Viðurkenndur bókari - Promennt

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 05. ágúst 2020
  • 110 klst.
  • Án kostnaðar

Námslýsing

Um er að ræða mjög gagnlegt og áhugavert nám sem gerir miklar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og hafa áhuga á að ná frama á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana og styrkja kunnáttu sína. 

Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hafa reynslu af bókhaldsstörfum og/eða lokið grunnnámi í bókhaldi.

Námið er mjög góður undirbúningur fyrir próf til viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um bókhald (skv. 43. grein laga nr. 145/1994).  Ath. að prófið, sem er í þremur hlutum og haldið er á haustin, er alfarið á vegum ráðuneytisins og er prófgjald greitt sérstaklega og auglýst af ráðuneytinu. 

 
Námið skiptist í eftirfarandi hluta:
  • Reikningshald
  • Upplýsingatækni
  • Skattskil
     
 
Þeir sem skrá sig hjá Starfsmennt þurfa einnig að skrá sig hjá Promennt þar er hægt að fá nánari upplýsingar um námið.

Markmið

  • Að nemendur öðlist þá þekkingu og hæfni sem þarf til að verða vel undirbúnir fyrir próf til Viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Skráðu þig hér!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
05.08.2020Reikningshald Upplýsingatækni Skattskil

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og vekjum við sérstaka athygli á því að þetta nám er í boði í staðnámi, fjarkennslu í beinni og þar að auki fá nemendur nú aðgang að upptökum frá kennslustundum í Fræðsluskýinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér fartölvur.


Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
Prenta námskeið

Staður og stund

Promennt, Skeifan 11b, 108 Reyjavík.
5. ágúst - 28. nóvember 2020.

Umsjón

Promennt

Samstarfsaðilar

Promennt

Gott að vita

Nemendur greiða sjálfir fyrir prófin. Sækja þarf um bæði hjá Starfsmennt og hjá Promennt.

Mat

Að loknum hverjum hluta námsins þreyta nemendur próf á vegum ráðuneytisins til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari (þrjú próf).