Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

SSH - Siðfræði í starfi

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 12. apríl 2018
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um grunnþætti siðferðisins og hvernig best er að nálgast erfið siðferðilega álitamál í starfi. Jafnframt verður 
lögð áhersla á að vekja þátttakendur til umhugsunar um siðferðilega hlið starfs síns.

Fjallað verður um hlutverk, ábyrgð og skyldur í starfi og þá í tengslum við það hlutverk siðareglna fagstétta. 

Leitast verður við að svara neðangreindum spurningum: 
Hvað er siðfræði og hvers vegna skiptir hún máli?
Hvert er hlutverk mitt sem starfsmaður og hvaða siðferðilegu skyldur og ábyrgð hef ég í starf mínu?
Hvers vegna skiptir máli fyrir mína fagstétt að hafa skráðar siðareglur?
Hvers vegna eru ýmsar starfsstéttir bundnar þagnarskyldu? 

Markmið

  • Að vekja þátttakendur til umhugsunar um hvað siðfræði er og hvers vegna hún skiptir máli í starfi.
  • Að hjálpa þátttakendum að takast á við erfið siðferðilega álitamál sem upp koma í starfi.
  • Að þátttakendur fái betri innsýn í uppbyggingu, hlutverk og gildi siðareglna fyrir starfstéttir.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
12.04.2018Siðfræði í starfi13:0016:00Ástríður Stefánsdóttir

Fyrirkomulag

Umræður, fyrirlestur og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Bergþóra Guðjónsdóttir

Bergþóra Guðjónsdóttir

bergthora@smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Salur Bókasafns Kópavogs við Hamraborg 6a, 200 Kópavogi.
12. apríl. Kl. 13:00-16:00.

Umsjón

Ástríður Stefánsdóttir.

Samstarfsaðilar

Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær og Hafnarfjörður. 

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.