Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Fjármál og rekstur - staðnám eða fjarnám

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 07. september 2018
 • 60 klst.
 • Án kostnaðar
 • Námið er ætlað þeim sem vinna við rekstur, bókhald og uppgjör verkefna og vilja dýpka þekkingu sína á því sviði. Eingöngu fyrir félagsmenn. Öðrum áhugasömum er bent á að snúa sér til Endurmenntunar Háskóla Íslands.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Námslína fyrir aðila sem vilja öðlast hagnýta þekkingu á sviði fjármála og stýringu verkefna með áherslu á fjármál. Kynntar eru leiðir til að halda utan um kostnað og nýtingu fjármagns. Hægt er að sækja námið í staðnámi eða fjarnámi.

Mikilvægur hluti af hverju verkefni er að stýra fjármálum þess svo sem tekjum, kostnaði, áætlanagerð, greiningu, mati og vali á kostum.

Farið verður í fjárhagsáætlanir, kostnaðargreiningu, eftirlit, arðsemi og val á mismunandi leiðum. Nemendur fá innsýn í virðisgreiningu, núvirði, framtíðarvirði og áhrif þess á lok verkefnis. Kynntar verða fjármögnunarleiðir og þær tengdar við fjárhagsáætlanir, greiðsluáætlanir og áhættumat. 

Í náminu verður farið yfir greiningu og flokkun verkefna og hvernig mikilvæg verkefni eru meðhöndluð og stofnun verkefnahópa sem skila bestum árangri. Kenndur verður grunnur í Agile verkefnastjórnun með áherslu á Kanban og Scrum.

Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og unnið verður að hagnýtu verkefni sem þátttakendur kynna í lok námskeiðsins. Hugað verður að vali á verkefni strax í upphafni námsins til að tengja sem best námsefnið við raunverulegt verkefni.

Námið er eitt misseri. Kennsla hefst fös. 7. sept. og lýkur lau. 15. des. 2018 
Alla jafna er kennt aðra hverja helgi, á föstudögum kl. 16:15 - 19:15 og laugardögum kl. 9:30 - 12:30 nema laugardagana 8. og 22. sept. en þá hefst kennsla kl. 9:00 og henni lýkur kl. 15:30. Þá laugardaga sem kennt er til kl. 15:30 er ætlast til að allir nemendur taki þátt í rauntíma. Vika er á milli síðustu kennsluhelga. 

Fyrirkomulag umsóknar:
Áhugasamir skrá sig hjá Starfsmennt sem sendir umsókn um námið til EHÍ. Hulda verkefnastjóri hjá EHÍ tekur við umsókninni og setur sig í samband við umsækjanda.

Kennsluáætlun.

Námsvísir.

Nánari upplýsingar.

Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið. 

Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.Markmið

 • Að þekkja helstu hugtök og kenningar í fjármálafræðum og kunna að beita þeim í daglegum rekstri.
 • Að tileinka sér ábyrga stjórnun fjármuna við stýringu verkefna.
 • Að þekkja aðferðir við gerð fjárhagsáætlana, kostnaðargreininga og geta nýtt þær við ákvarðanatöku.
 • Að þekkja uppbyggingu ársreiknings og kunna að lesa úr mikilvægum upplýsingum.
 • Að öðlist færni í áætlanagerð og þekkja muninn á aðfangamiðaðri og árangursmiðaðri rekstraráætlun.
 • Að hafa þekkingu á helstu aðferðum verkefnastjórnunar ásamt ferlum og ferlastjórnun.
 • Að þekkja árangursríkar leiðir til markmiðasetningar, áætlun um framvindu og eftirlit með árangri verkefna.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
07.09.201800:0000:00

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar og verkefnavinna.Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Dunhagi 7, 107 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní. Námið hefst 7. september.

Umsjón

Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræðingur og lektor við viðskiptafræðideild HÍ, Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri rekstrar- og öryggislausna hjá Reiknistofu bankanna og Jón Hreinsson, fjármálastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Hér er um krefjandi nám að ræða með töluverðri heimavinnu og verkefnaskilum. Gerðu ráð fyrir kvöld- og helgarvinnu.

Mat

Verkefnaskil og kynning í lok námskeiðs.