Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Kynningarfundur um raunfærnimat á móti námskrá Háskólabrúar Keilis

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 21. febrúar 2018
 • 2 klst.
 • Án kostnaðar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Viðfangsefni

Vorið 2018 munu Fræðslusetrið Starfsmennt og Keilir bjóða raunfærnimat í nokkrum greinum Háskólabrúar fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Þau sem standast raunfærnimatið geta stytt leiðina til lokaprófs af Háskólabrú Keilis.

Ef þú ert 23 ára eða eldri, með samtals þriggja ára almenna starfsreynslu og hefur lokið að lágmarki 70 einingum úr framhaldsskóla gætirðu átt erindi í raunfærnimat. Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar kl. 17:00 hjá Starfsmennt í Skipholti 50b, Reykjavík.

Hvað er Háskólabrú Keilis?
Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að loknu náminu inntökuskilyrði í allar deildir Háskóla Íslands. Auk þess hafa útskrifaðir nemendur fengið inngöngu í nám í öðrum háskólum bæði hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net/haskolabru.

Hvaða einingum er mikilvægast að hafa lokið?
Mikilvægast er að hafa lokið 6 einingum í stærðfræði, 6 einingum í íslensku og 6 einingum í ensku.

Hvað er raunfærnimat? 
Nám fer ekki eingöngu fram innan veggja skólans heldur við alls konar aðstæður í lífinu. Markmiðið með raunfærnimati er að einstaklingur fái viðurkennda þá færni sem hann býr yfir þannig að hann þurfi ekki að sækja formlegt nám í því sem hann kann. Nánari upplýsingar er að finna á www.frae.is og www.naestaskref.is.

Hvaða greinar er hægt að taka í raunfærnimati?
Dönsku, Stærðfræði 1Stærðfræði 2, Upplýsingatækni, Upplýsingatækni og tölfræði, og Bókfærslu (sem er hluti af Inngangur að viðskiptafræði 1).

Hvar fær ég meiri upplýsingar?
Upplýsingar um raunfærnimatið og tilhögun þess veitir Sólborg Alda Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Starfsmennt í síma 550 0060, solborg@smennt.is.
Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði Háskólabrúar Keilis veitir Skúli Freyr Brynjólfsson náms- og starfsráðgjafi hjá Keili í síma 578 4000, skuli.b@keilir.is.

Hvað kostar þetta?
Verkefnið er unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins með styrk úr Fræðslusjóði og er því raunfærnimatið þátttakendum að kostnaðarlausu.

Aðgangur er öllum opinn en vinsamlegast skráið þátttöku. Markmið

  Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

  Dagskrá

  DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
  21.02.2018Kynningarfundur17:0019:00Fræðslusetrið Starfsmennt

  Fyrirkomulag


  Tengiliður viðburðar

  Prenta námskeið

  Staður og stund

  Skipholt 50b, 105 Reykjavík (þriðja hæð).
  Miðvikudagurinn 21. febrúar, kl. 17:00 - 19:00.

  Umsjón

  Sólborg Alda Pétursdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Starfsmennt og Skúli Freyr Brynjólfsson náms- og starfsráðgjafi hjá Keili.

  Samstarfsaðilar

  Keilir