Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Virk hlustun og krefjandi samskipti - Einnig í fjarfundi

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 30. janúar 2019
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Markmið námskeiðs er að efla færni í krefjandi samskiptum. Samskipti eru stór hluti af daglegu starfi og lífi. Farið er yfir hagnýt ráð varðandi samtalstækni, orðanotkun, framkomu, viðhorf, virka hlustun og leiðir til að takast á árangursríkan hátt á  við krefjandi einstaklinga og samskipti. 
Námskeiðið hentar vel til að efla gæði samskipta, temja sér nýjar leiðir í krefjandi samskiptum þannig að þau reyni minni á einstaklinginn  og skapi virðingu og skilning milli einstaklinga og/eða hagsmunahópa.

Helstu áhersluatriði:

Greining á því hvernig framkoma reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna
Hvernig þátttakendum er tamt að bregðast við ágengri framkomu og til hvaða árangurs það leiðir
Styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum og möguleika á að yfirfæra styrkleika frá einum aðstæðum
        yfir í aðrar 
Leiðir til að setja sig í spor viðmælanda og sýna honum virðingu án þess að samþykkja allt sem hann segir 
Ýmsar leiðir til að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður í erfiðum aðstæðum 
Hvernig má á kurteisislegan hátt standa fast á sínu, leiða samtalið á yfirvegaðri braut, segja erfiða hluti
        eða hafna því sem óskað 
er eftir
Leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og taka ásakanir ekki persónulega


Námskeiði er þrískipt og unnið er með raunhæf dæmi:
1. Persónulegir þættir
Sjálfsþekking; grunnlína, persónulegir styrkleikar og áskoranir
Sjálfstraust og sjálfsstjórn 
Að vernda sjálfa/n sig
2. Samtalstækni: Lykilþættir í krefjandi samskiptum
Raunhæfar væntingar
Virk hlustun, ,,ég skilaboð“, að fá fram söguna, viðhorf, lausnamiðaðar setningar
Að segja sig í spor annarra, leiðir til lausna
3. Eigin færni og tækifæri

 Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.


Markmið

  • Að efla færni í krefjandi samskiptum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
30.01.2019Virk hlustun og krefjandi samskipti 09:0012:00Sigrður Hulda Jónsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartún 1, fyrsta hæð (Bárubúð).
Miðvikudagurinn 30. janúar kl. 9:00 - 12:00.

Umsjón

Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA, eigandi SHJ ráðgjöf.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Mæting.