Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vaktavinna og lýðheilsa. Námslota 2, Umgjörð kjarasamninga - Höfuðborgarsvæðið

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 02. maí 2016
 • 6 klst.
 • 13.200 kr.
 • Námið er ætlað stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur vaktir.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Viðfangsefni námslotu 2 er:

Umgjörð kjarasamninga, 6 klst.

Í þessari lotu er áhersla lögð á að fara yfir almennar skilgreiningar til að auðvelda þátttakendum að þekkja réttindi og skyldur starfsmanna og vera upplýstari um kjarasamningsbundin réttindi og útreikninga launa. Einnig verður getið um frávik, fjölmörg vafaatriði og ólíkar túlkanir milli kjarasamninga og bent á leiðir til að afla sér frekari upplýsinga.

Námslota 2 er 6 klukkustundir en námið í heild er samtals 28 klukkustundir.

Helstu efnisþættir:

 • Dagvinna, vaktavinna og vaktavinnustarfsmaður.
 • Dagleg lágmarkshvíld, hvíldardagar.
 • Frítökuréttur og frítaka.
 • Skilgreining vaktavinnu, vinnutími, eyður í vinnutíma, álagsgreiðslur, bakvaktir.
 • Uppgjör neysluhléa.
 • Reglur um helgidagafrí/bætingu.
 • Orlofstaka.
 • Vinnusókn og starfshlutfall.

Nauðsynlegt er að ljúka námslotu 1 áður en þessi námslota er tekin. Námslota 3, Vaktavinnufyrirkomulag og vinnumenning verður haldin 30. og 31. maí.

Vaktavinna og lýðheilsa - námskrá.

Að vaka vinna og vernda heilsuna - auglýsing


Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar. 

Flestir fræðslu- og mannauðssjóðir aðila á opinberum og almennum vinnumarkaði endurgreiða námskeiðsgjöld eftir sínum úthlutunarreglum. Kannaðu þinn rétt.

Markmið

 • Að þekkja skilgreiningar á dagvinnu- og vaktavinnu.
 • Að þekkja skilgreininguna á yfirvinnu.
 • Að þekkja til helstu ákvæða kjarasamninga er varða vaktavinnu og vinnutíma vaktavinnufólks.
 • Að kunna skil á meginreglum um lágmarkshvíld og frávikum ásamt reglum um ávinnslu frítökuréttar.
 • Að þekkja reglur um vinnutíma og geta beitt þeim við skipulag vakta eða val á vöktum.
 • Að vita hvert á að leita til að fá útskýringar og aðstoð í vafatilvikum.
 • Að geta leitað að og nýtt ítarefni og upplýsingar um réttindi og skyldur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
02.05.2016Umgjörð kjarasamninga09:0012:00Gunnar Örn Gunnarsson
02.05.2016Umgjörð kjarasamninga13:0016:00Guðrún H. Sveinsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, rafrænt efni og vinna með upplýsingar á vef.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
Prenta námskeið

Staður og stund

Fræðslusetrið Starfsmennt Skipholti 50b,105 Reykjavík (3. hæð til vinstri).
2. maí frá klukkan 09:00 - 16:00.

Umsjón

Guðrún H. Sveinsdóttir verkefnastjóri kjaramála hjá SFR og Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri SFLÍ.

Samstarfsaðilar

ASÍ, BSRB, Félag íslenskar hjúkrunarfræðinga, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga.

Gott að vita

Þátttakendur fá klukkutíma matarhlé. Fjöldi matsölustaða er í nágrenninu.

Mat

Til þess að útskrifast af námskeiði þarf a.m.k. 90% mætingu og virka þátttöku í tímum.

Ummæli

Kennarar mjög vel undirbúnir, með góða þekkingu á efninu og mjög áhugasamir.