Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - forvarnir og viðbrögð - Einnig fjarkennt

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 30. janúar 2018
 • 3 klst.
 • Án kostnaðar
 • Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Forystufræðslunámskeiðin eru aðeins ætluð stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga. 

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er eitt af hlutverkum atvinnurekenda að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi okkar einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum og njóta verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi þætti:  

 • Hvað er kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum? 
             - Dæmi, #metoo sögur, rannsóknir og staða þekkingar.
 • Hvers vegna segja þolendur ekki frá? 
              - Umfjöllun um sálfræðileg áhrif og algeng viðbrögð (að frjósa í aðstæðunum og koma ekki upp orði/vörnum).
 • Lagaumhverfið. 
              - Skyldur atvinnurekanda.
              - Skyldur starfsmanna.
              - Hlutverk trúnaðarmanna/stéttarfélaga. 
 • Forvarnir á vinnustað.
 • Réttur einstaklings ef atvik koma upp (rekja út frá einstaklingnum).


Þetta námskeið er ætlað stjórnum og starfsmönnum stéttarfélaga. Stéttarfélög innan BSRB og ASÍ greiða almennt fyrir þátttöku sinna stjórnar- og starfsmanna. Námskeiðið kostar kr. 21.000.Markmið

 • Að átta sig á hvar mörkin liggja.
 • Að átta sig á skyldum atvinnurekenda og starfsmanna.
 • Að átta sig á hlutverki trúðnaðarmanna/stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
30.01.2018Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - forvarnir og viðbrögð 09:0112:01Maríanna Traustadóttir og Sonja Þorbergsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.
Þriðjudagur 30. janúar kl. 9:00 - 12:00.

Umsjón

Maríanna Traustadóttir sérfræðingur í jafnréttis- og umhverfismálum hjá ASÍ og Sonja Þorbergsdóttir lögfræðingur hjá BSRB.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Mæting.