Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Fríhafnarskólinn, lota 2 - Sala og þjónusta - Vakt B

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 07. janúar 2020
  • 27 klst.
  • Án kostnaðar
  • Starfsfólk Fríhafnarinnar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Hlutverk starfsmanna Fríhafnarinnar er að selja vörurnar sem þar eru á boðstólnum og þjónusta viðskiptavinina sem best verður á kosið. Viðskiptavinir geta verið kröfuharðir og mikilvægt er að  mæta þeim með jákvæðu viðhorfi og uppfylla þarfir þeirra á kurteisan og yfirvegaðan hátt. Viðskiptavinir geta líka verið uppburðarlitlir og óákveðnir og þá er nauðsynlegt að nálgast þá á persónubundinn hátt og leiðbeina þeim af kostgæfni. Í þessari lotu verður meðal annars fjallað um viðhorf viðskiptavina og söluhvetjandi samskipti við þá. Í upphafi lotunnar er 6 klukkustunda vínskóli þar skerpt verður á þekkingu þátttakenda í vínfræðum. Frætt verður um helstu einkenni vína frá ýmsum hliðum og er þar innifalin vínsmökkun. Lotan er samtals 27 klukkustundir.

Athugið að skráningarfrestur er til 20. desember.

 Námskeið  Lengd  Umsjón
 Fríhöfnin í stóra samhenginu  3 klst. Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri og NN
 Vínskóli  6 klst. Dominique Plédel Jónsson, Vínskólanum
 Sala, þjónusta og menningarlæsi   15 klst.                    Margrét Reynisdóttir, Gerum betur ehf
 Tilkynnt síðar  3 klst. NN. Tilkynnt síðar
 

Námskeiðin eru haldin hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum að Krossmóa 4.

Stundaskrá

Námslýsingar á námskeiðum Margrétar Reynisdóttur, Ráðgefandi þjónusta og sala, Þjónustustjórnun og sölumarkmið, Söluhvetjandi samskipti og samningatækni, Menningarlæsi og þjónustusamskipti og Algeng mistök og verðmætir kostir sölufólks.

Námslýsingar á Fríhöfnin í stóra samhenginu og Vínskólanum

Námsleiðin er í samstarfi við Gerum betur ehf og Vínskólann.Markmið

  • Að auka hæfni þátttakenda til að selja fjölbreyttum hópi viðskiptavina það sem hentar þeim
  • Að auka hæfni þátttakenda til að setja raunhæf, hvetjandi og tímasett þjónustu og sölumarkmið
  • Að auka hæfni þátttakenda til að skapa traust í viðskiptum
  • Að auka hæfni þátttakenda til að til að tileinka sér vinnubrögð sem leiða til árangurs
  • Að auka hæfni þátttakenda til að þekkja þrúgur og lesa og skilja upplýsingamiða á víni
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
07.01.2020Fríhöfnin í stóra samhenginu09:0012:00Þorgerður Þráinsdóttir og NN (tilkynnt síðar)
16.01.2020Vínskólinn09:0012:00Dominique Janie Henrietta Pledel Jónsson
21.01.2020Vínskólinn09:0012:00Dominique Janie Henrietta Pledel Jónsson
30.01.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
04.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
13.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
18.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi 09:0012:00Margrét Reynisdóttir
27.02.2020Sala, þjónusta og menningarlæsi09:0012:00Margrét Reynisdóttir
03.03.2020Tilkynnt síðar09:0012:00NN

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Vínsmökkun.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550-0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
Námskeiðin standa frá 7. janúar til 3. mars.

Umsjón

Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Margrét Reynisdóttir  M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði og Dominique Plédel Jónsson sérfræðingur frá Vínskólanum.

Samstarfsaðilar

Fríhöfnin, Gerum betur ehf og Vínskólinn.

Mat

Til að útskrifast úr Lotu 2 þarf a.m.k. 90% mætingu.