Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Launaskólinn - Þema IV - Mannauður og hæfni - Egilsstaðir

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 15. febrúar 2018
 • 18 klst.
 • 54.000 kr.
 • Launafulltrúa og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Lögð er áhersla á að efla umræðu og vitund meðal þátttakenda um einelti á vinnustað og aðgerðir gegn því. Gerð er grein fyrir hvað einelti er og hvaða aðstæður geti ýtt undir það ásamt því að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir. Fjallað verður um mikilvægi starfsþróunar sem ávinning af símenntun og rætt um vinnustaðinn sem mikilvægan vettvang náms. Lögð verður áhersla á að starfsþróun er hluti af heildstæðu kerfi sem er samtengt markmiðum og gildum skipulagsheildar.

Á námskeiðinu er ætlunin að rýna í þá hæfnisþætti sem einkenna starf launafulltrúans og ræða mikilvægi hvers og eins. Byggt verður á atriðagreiningu úr viðurkenndum áhugasviðsprófum og þau rædd en um leið ítrekaður einstaklingsmunur starfsfólks.Markmið

 • Að efla umræðu og vitund meðal starfsfólks um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustað.
 • Að kenna leiðir til að takast á við einelti og áreitni á vinnustað og til hvaða úrræða má grípa.
 • Að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi símenntunar fyrir þróun starfa.
 • Að þátttakendur kynnist helstu aðferðum til að innleiða markvissa starfsmannastjórnun.
 • Að þátttakendur þekki til ólíkra starfsmatskerfa og hvort/hvernig réttindi færist á milli.
 • Að þátttakendur þekki til hæfnislýsinga starfa og vottunar á námi starfsfólks.
 • Að þátttakendur átti sig á styrkleikum sínum og veikleikum í starfi.
 • Að þátttakendur kynnist áhugagreiningu til að gera áætlun um frekari símenntun.
 • Að þátttakendur kynnist aðferðum til að taka á erfiðum samskiptum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
15.02.2018Einelti á vinnustað09:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir
15.02.2018Markmiðasetning13:0014:20Hrönn Grímsdóttir
19.02.2018Þróun starfa og símenntun09:0012:00Guðfinna Harðardóttir
19.02.2018Fræðslustyrkir11:2012:00Guðfinna Harðardóttir
19.02.2018Starfsmatskerfi/raunfærnimat13:0015:10Guðfinna Harðardóttir
20.02.2018Hlutverk og hæfni launafulltrúans09:0012:00Guðrún Jónína Haraldsdóttir
20.02.2018Stærðfræði launafulltrúans13:0014:40Guðrún Jónína Haraldsdóttir

Fyrirkomulag


Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
Prenta námskeið

Staður og stund

Austurbrú, Egilsstöðum.
Fimmtudagur 15. febrúar frá kl. 9 - 14:20, mánudagur 19. febrúar frá kl. 9:00 -15:10 og þriðjudagur 20. febrúar frá kl. 9 - 14:20.

Umsjón

Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingar á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar, Guðrún Jónína Haraldsdóttir sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins og Hrönn Grímsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.

Gott að vita

Námskeiðið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar að kostnaðarlausu, aðrir greiða kr. 54.000.

Mat

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.