Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Hvernig búum við okkur undir tæknina?

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 02. október 2018
  • 7 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Miklar framfarir í upplýsingatækni, gervigreind og á fleiri sviðum munu hafa mikil áhrif á umhverfi launafólks og atvinnulífs á næstu árum. Spár gera ráð fyrir að hluti þeirra starfa sem eru til í dag muni „hverfa“ og önnur taki miklum breytingum. Því fyrr sem gripið verður til aðgerða sem taka mið af þessari framtíð því betur standa samfélög að vígi til að takast á við þessa þróun. Ef ekki verður brugðist við er hætta á að „vinnuaflið“ úreldist og afleiðing af því yrði takmarkað framboð af áhugaverðum, vel launuðum störfum. Jafnframt er vert að velta fyrir sér hlutverki og gildi kjarasamninga og stéttarfélaga á breyttum vinnumarkaði, hvaða vandamál geta komið upp og ekki síst hvaða tækifæri skapast fyrir launafólk og stéttarfélög til að stuðla að betra samfélagi.
Á námskeiðinu er farið yfir þau helstu vinnuréttarlegu og vinnumarkaðstengdu álitamál sem hafa komið upp og munu hugsanlega geta komið upp. Hvernig tryggja skuli áframhaldandi hag launafólks andspænis auknu auðræði sem breytingunum getur fylgt og síðast en ekki síst verður leitast eftir að fara yfir þau tækifæri sem í breytingunum geta falist.

 

Námskeiðið kostar kr. 34.000. Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.Markmið

  • Að þátttakendur þekki hvert er hlutverk og gildi kjarasamninga og stéttarfélaga á breyttum vinnumarkaði.
  • Að þátttakendur átti sig á hvaða álitamál geta komið upp.
  • Að þátttakendur átti sig á þeim tækifærum sem felast í breytingunum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
02.10.2018Hvernig búum við okkur undir tæknina?10:0017:00Halldór Oddson og Róbert Farestveit.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartún 1, fyrsta hæð.
02. október. Kl. 10:00 - 17:00.

Umsjón

Halldór Oddson lögfræðingur og Róbert Farestveit hagfræðingur.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Mæting.