Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Vaktavinna og lýðheilsa - lotur 1, 2 og 3 - Akureyri

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 04. apríl 2016
 • 28 klst.
 • 61.600 kr.
 • Námið er ætlað stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur vaktir.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Með þessu námi vilja aðilar á vinnumarkaði tryggja að þeir stjórnendur sem skipuleggja vinnu á vöktum og starfsmenn sem ganga vaktir eigi þess kost að sækja námskeið í gerð vaktskráa sem taka mið af líkamsklukku og heilsuvernd. Námið samanstendur af þremur sjálfstæðum námslotum sem mynda eina heild og eru teknar í tímaröð. Námsloturnar eru: 1. Lýðheilsa og vaktir (11 klst.), 2. Umgjörð kjarasamninga (6 klst.) og 3. Vaktavinnufyrirkomulag og vinnumenning (11 klst.).  Alls er námsleiðin 28 klukkustundir.

Skipulag námsins er eftirfarandi:

Námslota 1:  Lýðheilsa og vaktir Dagsetning 
      1.1. Vaktavinna og lífsgæði     4. apríl
      1.2. Streita og bjargráð     4. apríl
      1.3. Svefn og endurheimt     5. apríl
      1.4. Tengsl vaktavinnu og heilsu     5. apríl
 Námslota 2: Umgjörð kjarasamninga  Dagsetning
       2.1. Umgjörð kjarasamninga    11. apríl
 Námslota 3: Vaktavinnufyrirkomulag og  vinnumenning  Dagsetning 
       3.1.Vaktkerfi og skráning  12. apríl
       3.2. Starfsbragur og vinnumenning  13. apríl
       3.3. Starfsbragur og kynjuð sýn  13. apríl

 

Nauðsynlegt er að ljúka námslotu 1 áður en námslota 2 er tekin og sömuleiðis þarf að ljúka lotu 1 og 2 áður en lota 3 er tekin.


Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar.

Flestir fræðslu- og mannauðssjóðir aðila á opinberum og almennum vinnumarkaði endurgreiða námskeiðsgjöld eftir sínum úthlutunarreglum. Kannaðu þinn rétt.

ATH. Starfsmenn fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisstofnana sem greitt er af til aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Starfsmenntar í síma 550 0060 áður en þið skráið ykkur.

Vaktavinna og lýðheilsa - námskrá

Að vaka og vinna og vernda heilsuna - auglýsingMarkmið

 • Að þekkja áhrif vaktavinnu á lífsgæði og heilsu.
 • Að átta sig á mikilvægi forvarna þar sem gengnar eru vaktir og þekkja helstu forvarnarleiðir.
 • Að styðja við rétta framkvæmd kjarasamninga og þekkja til helstu ákvæða sem varða vaktavinnu.
 • Að átta sig á mikilvægi svefns fyrir almenna vellíðan og tengslum svefnraskana við óreglulegan vinnutíma.
 • Að bera kennsl á þær aðstæður í vinnu sem eru líklegar til að auka streitu.
 • Að átta sig á áhrifum vinnustaðarmenningar á eign hegðun og þekkja leiðir til úrbóta.
 • Að geta unnið í vaktkerfi vinnustaðar og skráð vaktir eða stillt kerfi.
 • Að þekkja til áhrifa vaktavinnu á breytur eins og kyn, félagslega stöðu, aldur og mismunandi lífshlutverk.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
04.04.2016Vaktavinna og lífsgæði09:0012:00Ásta Snorradóttir
04.04.2016Vaktavinna og lífsgæði13:0014:00Ásta Snorradóttir
04.04.2016Streita og bjargráð14:0016:00Anna Lóa Ólafsdóttir
05.04.2016Svefn og endurheimt09:0011:00Lára Guðrún Sigurðardóttir
05.04.2016Tengsl vaktavinnu og heilsu11:0012:00Lára Guðrún Sigurðardóttir
05.04.2016Tengsl vaktavinnu og heilsu13:0015:00Lára Guðrún Sigurðardóttir
11.04.2016Umgjörð kjarasamninga09:0012:00NN
11.04.2016Umgjörð kjarasamninga13:0016:00NN
12.04.2016Vaktkerfi og skráning09:0011:30Bára Hildur Jóhannsdóttir
12.04.2016Vaktkerfi og skráning - verkleg þjálfun12:3015:00Bára Hildur Jóhannsdóttir
13.04.2016Starfsbragur og vinnumenning09:0012:00Ásta Snorradóttir
13.04.2016Starfsbragur og kynjuð sýn13:0016:00Gná Guðjónsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, rafrænt efni, vinna með upplýsingar á vef og verkleg þjálfun.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétusdóttir

Sólborg Alda Pétusdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Símey Þórsstíg 4, 600 Akureyri.
Lota 1: 4. apríl frá kl. 09:00 - 16:00. 5. apríl frá kl. 09:00 - 15:00. Lota 2: 11. apríl frá kl. 9:00 - 16:00. Lota 3: 12. apríl frá kl. 9:00 - 15:00. 13. apríl frá kl. 9:00 - 16:00

Umsjón

Ásta Snorradóttir sérfræðingur og rannsakandi í vinnuvernd hjá Vinnueftirliti ríkisins, Gná Guðjónsdóttir lögreglumaður, BSc í viðskiptafræði og meistaranemi í kynjafræði, Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Anna Lóa Ólafsdóttir náms og starfsráðgjafi og verkefnisstjóri hjá Símey og Bára Hildur Jóhannsdóttir ljósmóðir og verkefnastjóri á mannauðssviði LSH.

Samstarfsaðilar

ASÍ, BSRB, Félag íslenskar hjúkrunarfræðinga, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Gott að vita

Þátttakendur fá klukkutíma matarhlé. Fjöldi matsölustaða er í nágrenninu.

Mat

Til þess að útskrifast af námskeiði þarf a.m.k. 90% mætingu og virka þátttöku í tímum.