Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Jafnlaunastaðall - Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur - Egilsstaðir

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 15. maí 2018
 • 3 klst.
 • 9.000 kr.
 • Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem gegna leiðandi hlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu er jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012) kynntur og farið yfir helstu forsendur og kröfur fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis. Með innleiðingu staðalsins taka fyrirtæki og stofnanir upp skipulagðar aðferðir til að vinna að því að tryggja jöfn kjör kvenna og karla fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Fjallað er um hver séu réttu skrefin í innleiðingu staðalsins, hverju þarf að huga að, hvað þarf að gera og hvernig tryggja megi kerfisbundna innleiðingu og að kröfur séu uppfylltar. Farið er yfir hvernig skipuleggja megi innleiðingu og sýnd eru dæmi um tékklista, verk- og tímaáætlun. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að búa yfir nauðsynlegri þekkingu til að hefja vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað. 

Helstu efnisþættir:
 • Forsaga jafnlaunastaðalsins og markmið.
 • Umfang jafnlaunastaðalsins og forsendur innleiðingar.
 • Jafnlaunastefna og helstu verklagsreglur.
 • Kröfur til stjórnunar jafnlaunakerfis og vottunar.
 • Vottunarleiðir og jafnlaunamerki.
 • Ferlið við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
 • Ávinningur innleiðingar og helstu hindranir.
Sjóðir sem endurgreiða námskeiðsgjöld:
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólksÞróunar- og símenntunarsjóður SFRÞróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinuMannauðssjóður KjalarMannauðssjóður SamflotsinsMannauðssjóður KSGRíkismenntLandsmenntSveitamenntStarfsafl ogStarfsþróunarsetur háskólamanna

Jafnlaunastaðall - námskrá.
Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunavottun.


Markmið

 • Að öðlast skilning á jafnlaunastaðlinum (ÍST 85:2012) og markmiðum hans.
 • Að þekkja helstu forsendur og kröfur fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis.
 • Að öðlast aukna færni til að gegna leiðandi hlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
 • Að fá tækifæri til að kynnast og tengjast öðrum í sömu sporum varðandi innleiðingu staðalsins.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
15.05.2018Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur09:0012:00Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Austurbrú, Tjarnarbraut 39a, 700 Egilsstaðir.
15. maí 2018, frá kl. 9-12.

Umsjón

Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Samstarfsaðilar

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Þróunar- og símenntunarsjóður SFR, Þróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinu, Mannauðssjóður KJALAR, Mannauðssjóður Samflotsins, Mannauðssjóður KSG, Ríkismennt, Landsmennt, Sveitamennt, Starfsafl og Starfsþróunarsetur háskólamanna. 

Gott að vita

Hver vill ekki styðja við launajafnrétti? Fjöldi fræðslu-og mannauðssjóða í eigu aðila á vinnumarkaði endurgreiða stofnunum og fyrirtækjum námskeiðskostnaðinn. Skila þarf inn kvittun og þátttökuskjali gegn endurgreiðslu.

Mat

Mæting.