Námslýsing
Það er mikilvægt að geta brugðist rétt við þegar slys verður á vinnustað. Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum.
Námskeiðin í skyndihjálp eru þrjú. Á fyrsta námskeiðinu, Skyndihjálp I, er fjallað um meginatriði og grundvallarreglur skyndihjálpar, endurlífgun og aðskotahlut í öndunarvegi með sérstaka áherslu á t.d fólk í hjólastólum. Einnig er fjallað um viðbrögð við flogaveikiskasti og meðvitundarleysi.
Þegar fólk hefur lokið Skyndihjálp I II og III hefur það lokið grunnnámskeiði í skyndihjálp.
Markmið
- Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Tími frá | Tími til | Kennari |
---|---|---|---|---|
14.02.2019 | Skyndihjálp - I | 09:00 | 12:00 | Laufey Gissurardóttir |
Fyrirkomulag
Umræður, fyrirlestur og verklegar æfingar.Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce
smennt(at)smennt.is
5500060
Staður og stund
Starfsmennt Fræðslusetur, Skipholti 50b, 105 Reykjavík.
14. febrúar Kl. 09.00-12.00.
Umsjón
Laufey Gissurardóttir, leiðbeinandi í skyndihjálp og þroskaþjálfi.
Samstarfsaðilar
Kópavogsbær, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes.
Gott að vita
Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.