Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Árangursrík framsögn og tjáning

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 26. febrúar 2018
 • 6 klst.
 • Án kostnaðar
 • Fyrir þá sem þurfa að standa fyrir máli sínu vegna atvinnu sinnar, halda fyrirlestra og/eða kynningar. Eingöngu fyrir félagsmenn.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á þessu námskeiði verður byggð upp tækni til ná frekari árangri í því að halda fyrirlestur og tala fyrir framan hóp. Í gegnum markvissar æfingar öðlast þátttakendur meira öryggi í framkomu og geta byggt upp persónulegan frásagnarstíl eftir sínum þörfum.
Farið verður í framsetningu, miðlun og uppbyggingu efnis í fyrirlestri ásamt því að skoða hvernig hægt er að ná valdi á því að nýta sér glærur og önnur hjálpartæki á áhrifaríkan hátt.

Námsþættir:
 • Markviss ræðuflutningur.
 • Öndun og beiting raddarinnar.
 • Líkamsstaða.
 • Uppbygging og flæði í frásögn.
 • Glærunotkun með framsögn.
Hámark 12 þátttakendur frá Starfsmennt.

Nánari upplýsingar Markmið

 • Að auka sjálfstraust í fyrirlestrum.
 • Að fá áheyrilegri rödd.
 • Að læra tækni til að grípa til þegar frammistöðukvíði krælir á sér.
 • Að auka skilning á því atvinnutæki sem röddin er og færni til að nýta hana betur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
26.02.2018Árangursrík framsögn og tjáning16:1519:15Þórey Sigþórsdóttir
01.03.2018Árangursrík framsögn og tjáning16:1519:15Sami kennari

Fyrirkomulag

Námskeiðið byggir á verklegum æfingum, samtali og raunverulegum verkefnum sem þátttakendur eru að fást við í sinni atvinnugrein. Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal frá EHÍ hafi þeir staðist námskeiðið.


Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík. 
Mánudagurinn 26. febrúar og fimmtudagurinn 1. mars frá kl. 16:15 - 19:15.

Umsjón

Þórey Sigþórsdóttir leikkona og raddkennari frá NGT the Voice Studio International.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Mat

100% mæting