Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Viðurkenndur bókari - NTV

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 10. ágúst 2019
  • 100 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námið er ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi bókurum. Eingöngu fyrir félagsmenn.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Reiknishald, viðbætur  (41 stund)

Farið er í eftirfarandi atriði: Áframhaldandi rekstrarhæfi, kostnaðarverðsregla, gangvirði, innlausn tekna, jöfnunarregla, varkárnisregla, mikilvægisregla, sjóðstreymi, skýringar, afstemmingar og birgðamat.

Upplýsingatækni, viðbætur  (6 stundir)

Fjallað er um eftirfarandi: Upplýsingakerfi og öryggisþættir, innra eftirlit, töflureiknir l, fjármálaföll og skilyrt föll, síur (filters) og veltitöflur (pivot).

Skattaréttur  (45 stundir)

Fjallað er um eftirfarandi atriði: Lög um tekjuskatt, útfylling skattframtals einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur, A, B og C tekjur, frádráttarliðir, tekjuskattstofn, reiknaður tekjuskattur og gjaldfærður, frestaður tekjuskattur / skattinneign, samskipti við RSK, kæruleiðir til yfirskattanefndar, fyrirtækjaskrá RSK, helstu félagaform (hf., ehf., sf. og slf.) og mismunandi ábyrgð hluthafa / eigenda og reglur um arðgreiðslur / úthlutun á eigin fé.

Upprifjunartímar  (30 stundir)

Upprifjun og útskýringar á einstökum þáttum sem teknir eru fyrir á prófunum þremur.Markmið

  • Að nemendur öðlist þá þekkingu og hæfni sem þarf til að verða vel undirbúnir fyrir próf til Viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
10.08.2019Reikningshald Upplýsingatækni Skattskil00:0000:00Ýmsir sérfræðingar koma að kennslunni.
08.12.2019Viðurkenndur bókari00:0000:00

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og vekjum við sérstaka athygli á því að þetta nám er í boði í staðnámi, fjarkennslu í beinni og þar að auki fá nemendur nú aðgang að upptökum frá kennslustundum í Fræðsluskýinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér fartölvur.Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550-0060
Prenta námskeið

Staður og stund

NTV (Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn)
Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi.
10.ágúst 2019.

Samstarfsaðilar

NTV (Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn).

Gott að vita

Sæka þarf um námið bæði hjá Starfsmennt og hjá NTV.
Nemendur greiða sjálfir prófgjöldin.

Mat

Að loknum hverjum hluta námsins þreyta nemendur próf á vegum ráðuneytisins til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari (þrjú próf).