Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching) - Nýttu styrkleika þína á nýjan hátt

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 29. október 2019
 • 10 klst.
 • Án kostnaðar
 • Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að draga fram styrkleika og öðlast innihaldsríkara líf, auka gæði í samskiptum og fá innsýn í styrkleikaþjálfun.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Þátttakendur læra leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari. Farið er í léttar og skemmtilegar æfingar sem eru til þess fallnar að nýta eigin styrkleika betur, bæta samskipti og ná meiri árangri. Jákvæð sálfræði fæst við rannsóknir á því sem fólk gerir rétt frekar en því sem fólk gerir rangt. Jákvæð sálfræði hefur þrjár grunnstoðir: jákvæðar tilfinningar, styrkleika og jákvæð samskipti. Dæmi um styrkleika einstaklinga eru hugrekki, samúð, sköpunarkrafur, þrautseigja og heilindi.
Ávinningur þinn eftir þetta námskeið gæti verið meiri ánægja og gleði í daglegu lífi ásamt aukinni sjálfsþekkingu og bættum samskiptum.

Námsþættir:
 • Jákvæð samskipti.
 • Samspil jákvæðni og árangurs.
 • Leiðir til að auka jákvæðni í eigin lífi og annarra.
 • Styrkleikar og styrkleikaþjálfun.


Markmið

 • Meiri ánægja og gleði í daglegu lífi.
 • Aukin sjálfsþekking og bætt samskipti.
 • Færni í að greina og nýta styrkleika.
 • Meiri árangur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
29.10.2019Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching)19:3021:30Anna Jóna Guðmundsdóttirog Kristín Linda Jónsdóttir.
05.11.2019Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching)19:3021:30Anna Jóna Guðmundsdóttir
12.11.2019Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching)19:3021:30Anna Jóna Guðmundsdóttir
19.11.2019Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching)19:3021:30Anna Jóna Guðmundsdóttir
26.11.2019Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun (Coaching)19:3021:30Anna Jóna Guðmundsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, léttar æfingar.

Þátttakendur taka Realise2 styrkleikapróf og fá styrkleikagreiningu.
Prófið er innifalið í námskeiðsgjaldi.


Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

smennt(at)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Fimm skipti á þriðjudögum: kl. 19:30-21:30. 1) 29. okt. 2) 5. nóv. 3) 12. nóv. 4) 19. nóv 5) 26. nóv.

Umsjón

Anna Jóna Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi og Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og kennari.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst

Mat

Mæting.

Ummæli

Frábært námskeið - gefandi, skemmtilegur og lifandi kennari

Mjög skemmtilegt, fékk mann til að hugsa - hreyfði við mér

Opnaði margar dyr - fékk heilann til að vinna