Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Myndvinnsla og myndavélar - Vefnámskeið

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 22. október 2019
  • 18 klst.
  • 33.000 kr.
  • Námið hentar þeim sem vilja auka færni sína í notkun myndvinnsluforrita.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Myndvinnslunámskeiðið er nýtt og endurbætt. Nú er aukin áhersla á vinnulag við stafrænar myndavélar, skipulag-röðun og leit af myndum ásamt grunnlagfæringum með frábæru (fríu) forriti auk þess sem við kynnum til sögunnar afar kröftugt Photoshop samhæft myndvinnsluforrit sem er hægt að fá frítt á netinu. Þar með eru nemendur ekki bundnir lengur við hinar mörgu og mismunandi útgáfur af Photoshop.

Námsþættir:
  • Grunnverkfæri í myndvinnsluforritum og notkunarmöguleikar þeirra.
  • Síur og lög. Mismunandi vefforrit til að hanna og stílisera myndefni.
  • Grunnhugtök ljósmyndunar. Ljósop, lokahraði, ISO, WB o.m.fl.

Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.Markmið

  • Aukin færni í myndvinnslu.
  • Aukin þekking á því hvernig vinna má með myndir.
  • Færni til að nýta myndvinnslu í lífi og starfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
22.10.2019Grunnverkfæri í myndvinnsluforritum og notkunarmöguleikar þeirra. Bjartmar Þór Hulduson
29.10.2019Síur og lög. Mismunandi vefforrit til að hanna og stílisera myndefni. Bjartmar Þór Hulduson
05.11.2019Grunnhugtök ljósmyndunar. Ljósop, lokahraði, ISO, WB o.m.fl.Bjartmar Þór Hulduson

Fyrirkomulag

Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma, 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Vefnámskeið. 
22. okt. Stendur yfir í þjár vikur.

Umsjón

Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.

Samstarfsaðilar

Tölvuskólinn Nemandi. 

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.
Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.

Mat

Verkefnaskil.