Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum - Einnig fjarkennt

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 18. apríl 2018
  • 3 klst.
  • 9.000 kr.
  • Allir sem koma að gerð handbóka hjá stofnunum og fyrirtækjum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Skipulag og framsetning skjala í gæðakerfum er mikilvæg. Verklagsreglur, vinnulýsingar, gátlistar og eyðublöð eru skjalaform sem þekkt eru í gæðakerfum og  gegna mikilvægum hlutverkum í framsetningu og skipulagi gæðastjórnunar. Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á gerð verklagsreglna en einnig verður farið inn á hvernig best er að setja upp önnur skjöl gæðakerfis s.s. vinnulýsingar, eyðublöð og gátlista. Fjallað verður um það hvers vegna uppsetning þessara skjala þarf að vera með ákveðnum hætti og skýrð út sérstaða þessara skjala í skjalakerfum fyrirtækja.

Kennt verður að setja upp verklagsreglur þannig að framsetningin verði hnitmiðuð og skýr. Farið yfir hvað þarf að koma fram og hvers vegna. Stuttlega verður farið yfir hvernig best er að setja önnur skjöl upp þannig að virkni þeirra verði eins og til er ætlast. Farið verður yfir þær reglur sem gæðakerfin kalla eftir í skráningum og uppsetningu á þeim skjölum sem nauðsynleg eru í virku gæðakerfi. Kennslan miðast við það að nemendur geti notað færni sína í hvaða gagnabrunni (gæðakerfi) sem er.


Næsta námskeið er Starfaflokkun, haldið 25. apríl.Markmið

  • Nemendur geti eftir námskeiðið sett fram verklagsreglu með hnitmiðuðum lýsingum sem þurfa að koma fram í verklagsreglum.
  • Nemendur fái skilning á skjölum í gæðakerfum.
  • Nemendur öðlist skilning með hvaða hætti skjöl gæðakerfis eru frábrugðin öðrum almennum skjölum.
  • Nemendur geti eftir námskeiðið sett fram verklagsreglu í hvaða gæðakerfi sem er.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
18.04.2018Gerð verklagsreglna09:0012:00Guðmundur Svanberg Pétursson

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.
Fjarnemar fá senda til sín upptöku af námskeiðinu.Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Skipholt 50b, 3. hæð.
Miðvikudagurinn 18. apríl frá kl. 9:00-12:00.

Umsjón

Guðmundur Svanberg Pétursson, gæða- og öryggisstjóri.

Gott að vita

Góðar verklagsreglur eru undirstaðan í góðum gæðahandbókum.

Mat

100% mæting.