Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Teymisvinna með Office 365

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 25. september 2019
 • 9 klst.
 • Án kostnaðar
 • Vinnustofan er sérstaklega gagnleg öllum sem nota eða hyggjast nota Office 365 í starfi og vilja kynna sér hina ýmsu möguleika sem þessi verkfæri bjóða upp á í samvinnu og teymisvinnu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Í þessari vinnustofu er lögð áhersla á það hvernig nýta megi lausnir í Office 365 til árangurs í teymisvinnu. Farið verður ítarlega í nýjustu möguleika í Microsoft Outlook, Teams, Planner, Delve og OneDrive og hvernig nýta megi Office pakkann (m.a. Word, Excel, PowerPoint) í því samhengi. Lögð er sérstök áhersla á nýjungar og praktíska nálgun í verkefnavinnunni á því hvernig best er að vinna með lausnina, í teymisvinnu, skipulagi verkefna og samstarfi innanhúss og utan.

Markmið

 • Að geta nýtt Microsoft Office 365 lausnir í teymisvinnu.
 • Að geta skilið hvað er innifalið í Office 365 lausnarsvítunni.
 • Að geta skilið samvinnu einstakra lausna og einnig muninn á þeim.
 • Að geta skilið hvernig best er að vinna með Office 365 svítuna.
 • Að geta sett upp vinnusvæði á OneDrive, stillt og deilt upplýsingum í takt við þarfir.
 • Að geta nýtt Teams í samvinnu við aðrar lausnir og sett upp verkefni í Planner.
 • Að geta sett upp sitt svæði á Delve, skilið leit og samþættingu.
 • Að geta skilið hvernig hægt er að nota Outlook, Word, Excel, PowerPoint, OneNote, Teams, Planner, Delve og OneDrive til árangurs í teymisvinnu og samstarfi
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
25.09.2019Teymisvinna með Office 365 - Vinnustofa 09:0012:00
26.09.2019Teymisvinna með Office 36509:0012:00

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram í formi fyrirlesturs ásamt því að mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu þar sem þátttakendur vinna með leiðbeiningu frá kennara.

Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Skeifan 11b, 108 Reykjavík.
25. - 26. september 2019 frá kl. 9:00-12:00.

Umsjón

Prómennt

Samstarfsaðilar

Prómennt

Gott að vita

Við viljum vekja sérstaklega athygli á að hægt er að stunda bæði staðnám og fjarnám á sama námskeiðinu, þ.e. mæta stundum á staðinn og stundum vera á línunni, allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda.

Mat

Ekki eru lögð fyrir formleg próf en leiðbeinandi fer vel yfir það með þátttakendum í lokin sem hefur áunnist á námskeiðinu.