Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Tölvuleikni - Windows stýrikerfið - Vefnám

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 15. september 2020
  • 18 klst.
  • 33.000 kr.
  • Allir sem vilja efla færni sína í almennri tölvuleikni.

Námslýsing

Á námskeiðinu er fjallað um viðmót og virkni Windows stýrikerfisins.

Námið byggir að mestu á verkefnum. Útskýrt er hvernig gluggar eru meðhöndlaðir og farið yfir hlutverk myndræns notendaviðmóts. Einnig er útskýrt hvernig hægt er að sníða umhverfið að eigin þörfum.

Farið er í skráarvinnslu, hvernig unnið er með möppur, skipt er um nafn á þeim, raðað eftir mismunandi forsendum o.s.frv. Unnið er með einföld forrit, skrár myndaðar, vistaðar, færðar úr einni möppu í aðra, þeim eytt og síðan útskýrt hvernig hægt er að endurheimta skrár sem hefur verið eytt.  

Farið er í notkun stjórnborðs til að móta notendaviðmótið að þörfum nemenda og ýmis algeng hjálparforrit (apps) eru skoðuð.Markmið

  • Að efla færni í almennri tölvuleikni.
Skráðu þig hér!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
15.09.2020Tölvuleikni - Windows stýrikerfiðBjartmar Þór Hulduson

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti kennari(hjá)nemandi.is, vefspjalli og í þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 á virkum dögum. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins.


Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia(hjá)smennt.is
Prenta námskeið

Staður og stund

Vefnám
Þriðjudagur 15. september 2020.

Umsjón

Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari. 

Samstarfsaðilar

Tölvuskólinn Nemandi.

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.    

Mat

Verkefnaskil.