Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Persónuvernd launafólks - Einnig fjarkennt

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 09. febrúar 2018
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Forystufræðslunámskeiðin eru aðeins ætluð stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga. 


Friðhelgi einkalífs er varið í 71. gr. stjórnarskrár Íslands og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttindi þessi eiga við á vinnustað sem og annars staðar. Ljóst er að tæknibylting undanfarinna ára hefur leitt af sér nýjar og áður óþekktar leiðir til inngrips inn í þennan rétt m.a. með rafrænni vöktun. Ljóst er að sama skapi að tækninýjungar hafa gefið atvinnurekendum leiðir til þess að auka öryggi á sínum vinnustað, bæði gagnvart utanaðkomandi ógnum s.s. eins og þjófnaði og eins til verndar lífi og heilsu starfsfólks.
Það er einmitt á grundvelli þessara andstæðu hagsmuna, þ.e. annars vegar forræði atvinnurekanda á að vernda sig og sína starfssemi og hins vegar réttar starfsfólks til friðhelgi einkalífs sem að sett hafa verið lög og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem eiga að tryggja að jafnvægi ríki á milli þessara tveggja fyrrnefndu hagsmuna.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu álitaefni og áskoranir sem tengjast ofangreindu. Þá verður einnig vakin athygli á þeim upplýsingum sem eru vistaðar á skrifstofum stéttarfélaganna sjálfra og hvernig farið er með þær. Jafnframt verða kynntir þeir ferlar og sú málsmeðferð hjá Persónuvernd sem einstaklingar sem telja á sér brotið geta farið með mál sín í. Markmiðið með námskeiðinu er að leiða þátttakendur til umhugsunar um mikilvægi friðhelgi einkalífs auk þess eiga þátttakendur að loknu námskeiðinu að þekkja algengustu brotin og álitamálin og hvernig hægt sé að leiðrétta ólögmætt ástand sem skapast getur á vinnustaðnum og/eða samfélaginu varðandi friðehlgi einkalífs og persónuvernd. 

Þetta námskeið er ætlað stjórnum og starfsmönnum stéttarfélaga. Stéttarfélög innan BSRB og ASÍ greiða almennt fyrir þátttöku sinna stjórnar- og starfsmanna. Námskeiðið kostar kr. 21.000.Markmið

  • Að gera grein fyrir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
  • Að vekja þátttakendur til umhugsunar um mikilvægi friðhelgi einkalífs.
  • Að þátttakendur átti sig á algengustu brotum og álitamálum varðandi friðhelgi einkalífs.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
09.02.2018Persónuvernd launafólks 09:0012:00Halldór Oddson lögfræðingur og Leifur Valentín Gunnarsson

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.
9. febrúar kl. 9:00 - 12:00.

Umsjón

Halldór Oddson lögfræðingur hjá ASÍ og Leifur Valentín Gunnarsson þjónustufulltrúi hjá Eflingu.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Mæting.