Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Opinber stjórnsýsla, fagháskólanám við Háskólann á Bifröst - Undirbúningsnámskeið

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 28. maí 2018
  • 7 klst.
  • Án kostnaðar
  • SFR félagar sem skráðir eru í diplomanám í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst haustið 2018.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir hagnýt atriði sem skipta máli þegar fólk stundar nám á háskólastigi, ekki síst þegar námið er stundað í fjarnámi með vinnu. Mikilvægt er að gaumgæfa eigið vinnulag og skipuleggja þann tíma vel sem nota á í námið, vinnuna og fjölskylduna.

Fjallað verður meðal annars um tæknina við að lesa kennsluáætlanir, ástæður tímahraks, forgangsröðun verkefna, uppbyggingu ritgerða og mismunandi vinnulag varðandi skammtíma- og langtímaverkefni. 

Eftir hádegi verður hópurinn hristur saman, því ekki er ólíklegt að fólk þurfi að vinna saman að einhverjum verkefnum í náminu og gott að þekkja samnemendur sína áður en námið hefst. Að lokum verður skrifað undir námssamning á milli þátttakenda og Starfsmenntar.

Sjá dagskrá hér að neðan.Markmið

  • Að undirbúa þátttakendur fyrir nám á háskólastigi.
  • Að þátttakendur kynnist.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
28.05.2018Vinnulag í háskólanámi09:0012:00Guðrún Sederholm
28.05.2018Hádegisverður í boði Starfsmenntar12:0012:45Fræðslusetrið Starfsmennt
28.05.2018Kynning á vefnámi í upplýsingatækni12:4513:15Fræðslusetrið Starfsmennt
28.05.2018Samanhristingur13:1515:30Eyþór Eðvarðsson
28.05.2018Undiritun námssamnings og næstu skref15:3016:00Fræðslusetrið Starfsmennt

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar og verklegar æfingar.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Grettisgata 89, 105 Reykjavík.
28. maí kl. 9:00 - 16:00.

Umsjón

Guðrún Sederholm, kennari, fræðslu- og skólafélagsráðgjafi og náms- og starfsráðgjafi. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

Gott að vita

Hádegismatur verður framreiddur á staðnum í boði Starfsmenntar.