Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Þekkir þú Global Deal? - Einnig fjarkennt

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 02. mars 2018
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Forystufræðslunámskeiðin eru aðeins ætluð stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga. 

 

Á námskeiðinu verður alþjóðlega verkefnið Global Deal kynnt. Global Deal byggir á fjórum af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fjallað verður stuttlega um forsögu Global Deal, hver hugmyndafræðin er að baki verkefninu, hvert markmið verður kynnt sérstaklega og rætt um það hvernig stéttarfélög geta lagt sitt af mörkum og hvernig við sem einstaklingar getum haft áhrif.

Sagt verður frá því hverjir eru þátttakendur í Global Deal í dag, hvernig hægt er að sækja um aðild að verkefninu og dæmi tekin um verkefni sem þátttakendur sem þegar hafa skráð sig í verkefnið eru að vinna að. 

Þetta námskeið er ætlað stjórnum og starfsmönnum stéttarfélaga. Stéttarfélög innan BSRB og ASÍ greiða almennt fyrir þátttöku sinna stjórnar- og starfsmanna. Námskeiðið kostar kr. 21.000.Markmið

  • Að þátttakendur kynnist hugmyndafræðinni að baki verkefninu.
  • Að þátttakendur átti sig á hvernig stéttarfélög og einstaklingar geta lagt sitt að mörkum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
02.03.2018Global Deal09:0012:00Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.
2. mars kl. 9:00 - 12:00.

Umsjón

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Mæting.