Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Þrautseigja í lífi og starfi - Að brotna ekki heldur rísa upp öflugri en fyrr

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 05. mars 2020
  • 3 klst.
  • 15.000 kr.
  • Námskeiðið er opið öllum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Þrautseigja einkennist af styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytinga Fjallað verður um hvernig við túlkum og bregðumst við því sem hendir okkur og hvernig þjálfa má og efla þrautseigju með því að hafa áhrif á þessa þætti. 

Markmið

  • Þátttakendur munu að námskeiði loknu:
  • skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér
  • þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju
  • getað beitt þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
05.03.2020Að efla þrautseigju09:0012:00Sigríður Hulda Jónsdóttir.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Starfsmennt, Skipholti 50b, 105 Reykjavík (þriðja hæð)
Fimmtudagurinn 5. mars kl. 9:00 - 12:00.

Umsjón

Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar. Hún er með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfs- og atvinnulífsþróun, MBA í stjórnun og viðskiptum, BA í uppeldis- og menntunarfræði og kennsluréttindi.

Samstarfsaðilar

SHJ ráðgjöf

Gott að vita

Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Mat

Mæting og virkni á námskeiðinu.