Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Áfram Ég! Sex lyklar að velgengni

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 05. september 2018
  • 12 klst.
  • Án kostnaðar
  • Aðildarfélagar Starfsmenntar sem vilja efla, þroska og bæta árangur sinn í lífi og starfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

ATH! Fullt er orðið á þetta námskeið en búið er að opna skráningu fyrir næsta námskeið sem hefst 24.sept og verður 4 skipti eins og þetta, mánudagana: 24.sept., 1., 8. og 15. október kl. 14:00 - 17:00, takmarkaður sætafjöldi.


Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja þátttakendur í sex lykilskrefum á leið þeirra til aukinnar velgengni í lífinu.

1. Samskipti.
Í samskiptum er sjálfsmeðvitund mikilvæg, að gefa sér tíma, hlusta, hrósa og gagnrýna á uppbyggilegan hátt og semja þannig að allir gangi sáttir frá borði.
Unnið með: Samskiptaform, samningatækni, áhrif og mikilvægi hegðunar í samskiptum.

 2. Markmiðasetning.
Til að ná árangri þarf að skipuleggja sig og setja sér markmið. Hvernig geri ég betur?
Unnið með: DUMB aðferðafræðina, 80/20% regluna, tímastjórnun, aga og vilja. Leiðin út úr fullkomnunaráráttunni.

3. Sjálfsefling.
Ferðalag með fyrirheit þar sem vilji og agi kallast á og skila þér á áfangastað.
Unnið með: Styrkleika, sjálfstraust, áskoranir og þroskaferli.

4. Fjármál.
Þarf ég að vera fátækur ef ég verð ekki ríkur?
Unnið með: Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag, markmið.

5. Heilsa.
Góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að því að geta gert það sem ég vil í lífinu.
Unnið með: Mataræði, hreyfingu, hugarfar og hamingju.

6. Framkoma.
Góð og örugg framkoma lætur mér líða betur í eigin skinni, styrkir mig sem einstakling og hvetur fólk til liðs við mig.
Unnið með: Grunnatriði í framkomu og að öðlast kjark til að tjá mig fyrir framan fólk.

Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um námskeiðið er bent á að hafa samband við Ragnar hjá RM ráðgjöf í síma 898 3851 eða í gegnum netfangið ragnar@rmradgjof.is.Markmið

  • Að gera þátttakendur hæfari í að koma sér á framfæri.
  • Að gera þátttakendum kleift að tileinka sér ákveðna hugsun, hegðun og leiðir til að efla sig sem persónur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
05.09.20181. Samskipti. - Samskiptaform, samningatækni, áhrif, mikilvægi hegðunar í samskiptum. 2. Markmiðasetning. - DUMB aðferðafræðin, 80/20% reglan, tímastjórnun, agi og vilji. 3. Sjálfsefling. - Styrkleikar, sjálfstraust, áskoranir. 4. Fjármál. - Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag, markmið. 5. Heilsa. - Mataræði, hreyfing, hugarfar og hamingja. 6. Framkoma. - Grunnatriði í framkomu.13:0016:00Ragnar Matthíasson
12.09.2018Áfram Ég! Sex lyklar að velgengni13:0016:00Ragnar Matthíasson
19.09.201813:0016:00Ragnar Matthíasson
26.09.2018Áfram Ég! Sex lyklar að velgengni13:0016:00Ragnar Matthíasson

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta auk lokaverkefnis.

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia(at)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

SALUR A - Engjavegur 6, 104 Reykjavík.
Miðvikudagarnir 5., 12., 19. og 26. september kl. 13:00 - 16:00.

Umsjón

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Gott að vita

Takmarkaður sætafjöldi.

Mat

Mæting.