Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Word ritvinnsla - grunnur - Vefnámskeið

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 28. janúar 2020
  • 18 klst.
  • 33.000 kr.
  • Allir sem vilja nýta kosti Word til fullnustu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Kennt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni.  

Notendaviðmót og virkni eru skýrð ásamt því að farið er yfir helstu skipanir og verkfæri. Farið er í grunninn á útlitsmótun texta og uppsetningu hans, og prentun skoðuð.

Myndir og myndefni eru sett inn og aðlagað að texta. Unnið með töflur og inndrátt, frumskjöl (templates) og gröf og töflur úr Excel innflutt.

Námskeiðið er vefnámskeið. Kennari hefur samband við alla skráða þátttakendur þann dag sem námskeið hefst. Það er þó opið fyrir skráningar alla fyrstu vikuna. 

Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Tölvuskólann Nemandi.isMarkmið

  • Að byggja upp góða grunnfærni í Word forritinu.
  • Að auka þekkingu til að forritið nýtist þáttakendum til fulls.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
28.01.2020Notendaviðmót Word. Opna sköl, vinna með texta og rétt vistun. Prentun skjala.Bjartmar Þór Hulduson
04.02.2020Útlitsmótun texta. Helstu aðgerðir í ritvinnslu. Töflur í Word. Setja inn haus og fót.Bjartmar Þór Hulduson
11.02.2020Innsetning og mótun myndefnis. Sniðskjöl. Dálkhnappur, töflur og innflutt gröf og töflur.Bjartmar Þór Hulduson

Fyrirkomulag

Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia(hjá)smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Vefnámskeið.
28. jan. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.

Umsjón

Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari. 

Samstarfsaðilar

Nemandi.is

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.
Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.

Mat

Verkefnaskil.