Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Grunnnám í reikningshaldi - staðnám eða fjarnám. Endurmenntun Háskóla Íslands

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 17. mars 2021
  • 52 klst.
  • Án kostnaðar
  • Eingöngu fyrir félagsmenn Starfsmenntar sem vilja auka við þekkingu sína í reikningshaldi.

Námslýsing

Námið er einkum ætlað þeim sem ekki hafa starfað við reikningshald. Námið er hluti af þriggja þrepa leiðinni til viðurkenningar bókara og hefur það að markmiði að auka fræðilega og hagnýta þekkingu nemenda í reikningshaldi og hæfni til að beita henni í starfi að loknu námi.
Námið er 52 klst.

Námið byggir á meginreglum í reikningshaldi og lögum um ársreikninga. Unnið er út frá lagaumhverfi á Íslandi og horft til aðferða sem almennt eru viðhafðar á bókhaldsstofum. Námið styrkir grunnþekkingu þeirra sem vilja öðlast aukinn skilning á reikningshaldi.
Lögð er áhersla á verklegar æfingar í náminu. Verklegar æfingar í Excel verða því í hverjum kennsluhluta til að auka á færni nemenda að tileinka sér efni námskeiðsins.

Námið er eitt misseri. Kennsla hefst mið. 17. mars og lýkur mið. 17. apríl.
Kennt er alla jafna á mið. fös. kl. 16:15 - 19:15 nema fyrstu vikuna er kennt mið. 17. mars og fim. 18. mars kl. 16:15 - 19:30. Á laugardögum kl. 9:00 - 14:00.


Námið er án námsmats til einkunna og eininga en byggir á verklegum æfingum.


Hægt er að sækja námið bæði í fjarnámi og staðnámi.

Nánari upplýsingar.

Stundatafla. (Með fyrirvara um breytingar)

Umsóknarfrestur er til 11. mars 2021.

Frekari upplýsingar gefur Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4924. Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 - 11:30.

Fyrirkomulag umsóknar:
Áhugasamir skrá sig hjá Starfsmennt sem sendir umsóknina til EHÍ. Hulda verkefnastjóri hjá EHÍ tekur við umsókninni og setur sig í samband við umsækjanda. 

Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið. 

Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.Markmið

  • Að auka fræðilega og hagnýta þekkingu nemenda í reikningshaldi og hæfni til að beita henni í starfi.
Skráðu þig hér!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
17.03.2021Reikningshald16:1519:15Snorri Jónsson og Heiðar Þór Karlsson

Fyrirkomulag

Námið er án námsmats til einkunna og eininga. Það byggir mikið á verklegum æfingum. 
Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands að Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Kennsla hefst miðvikudaginn 17. mars og lýkur miðvikudaginn 17. apríl. Umsóknarfrestur er til 11. mars

Umsjón

Snorri Jónsson, viðskiptafræðingur MBA og Master of Accounting and Auditing og Heiðar Þór Karlsson.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Mat

90% mæting og verkefnaskil