Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Word grunnur - Vefnám

Helstu upplýsingar

  • 18 klst.
  • 33.000 kr.
  • Allir sem vilja nýta kosti Word til fullnustu.

Námslýsing

Kennt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni.
Notendaviðmót og virkni eru skýrð ásamt því að farið er yfir helstu skipanir og verkfæri. Farið er í grunninn á útlitsmótun texta og uppsetningu hans, og prentun skoðuð.

Námsþættir:

  • Myndir og myndefni sett inn í skjal og aðlagað að texta.
  • Unnið er með töflur, inndrátt og frumskjöl (templates).
  • Gröf og töflur úr Excel flutt inn í skjal.


Markmið

  • Að byggja upp góða grunnfærni í Word forritinu.
  • Að auka þekkingu til að forritið nýtist þátttakendum til fulls.
Skráðu þig hér!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
01.08.2020Word grunnurBjartmar Þór Hulduson

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.
Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma.
Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.  
Nánari upplýsingar hjá kennara í síma 788 8805 frá kl. 10-20 eða í netfangið kennari(hjá)nemandi.is.

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

soffia(hjá)smennt.is
Prenta námskeið

Staður og stund

Vefnám.
Skráning er opin til 1.ágúst en upphafið er valfrjálst.

Umsjón

Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari. 

Samstarfsaðilar

Tölvuskólinn Nemandi.

Gott að vita

Vefnám sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.    

Mat

Verkefnaskil.