Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Aukin hluttekning og velvild á vinnustöðum

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 24. september 2018
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að auðga menningu vinnustaða, auka velferð fólks og trúa því að aukin vellíðan starfsfólks skili víðtækum arði. Hentar vel hverjum þeim sem vinna með og hafa áhrif á menningu vinnustaða og mótun ferla.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Áhersla á hluttekningu (e. compassion) og velvild í stjórnun og menningu vinnustaða er öflugt mótsvar við álagi og jafnvel þjáningu sem fyrirfinnst á vinnustöðum og í lífinu almennt. Mikilvægi mannúðar á við alla geira atvinnulífsins og þá er viðskiptalífið ekki undanskilið. Í ljósi aukinnar tæknivæðingar og hraða virðist nú, sem aldrei fyrr, vera þörf fyrir hluttekningu og félagslega næringu á vinnustöðum. Þegar tekið er eftir og brugðist við erfiðum upplifunum starfsfólks getur það skilað vinnustöðum víðtækum arði.

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum hvað einkennir hluttekningu og skilja hvernig hún getur birst á vinnustöðum. Farið verður yfir hvaða leiðir sé hægt að fara til að auka þessar áherslur og hve víðtæk og uppbyggjandi áhrif slíkrar vinnu geti verið.Markmið

  • Aukin þekking á einkennum hluttekningar og hvernig megi markvisst auka hana á vinnustöðum.
  • Kortlagning á hvað er nú þegar verið að gera vel og hvernig megi ýta undir það.
  • Fara í gegnum æfingar sem hægt er að nýta á vinnustöðum.
  • Læra af reynslusögum annarra, fá hugmyndir af áþreifanlegum leiðum.
  • Innsýn í hvað séu góð fyrstu skref til að vinna enn frekar með hluttekningu á íslenskum vinnustöðum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
24.09.2018Aukin hluttekning og velvild á vinnustöðum09:0012:00Ylfa Edith Jakobsdóttir

Fyrirkomulag

Lögð er áhersla á virka þátttöku í gegnum umræður og æfingar. Þátttakendur setja sig í spor félagslegra arkitekta og velta upp hagnýtum leiðum til að auka hluttekningu.

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

smennt(at)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Mán. 24. sept. kl. 9:00 - 12:00

Umsjón

Ylfa Edith Jakobsdóttir, ACC markþjálfi og diplóma í jákvæðri sálfræði.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.

Mat

Mæting.