Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Landspítali - Jafnlaunastaðall - Gæðastjórnun og skjölun

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 17. maí 2018
  • 3 klst.
  • 8.000 kr.
  • Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem gegna leiðandi hlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Þess er krafist í staðlinum að fyrirtæki og stofnanir skilgreini og skjalfesti jafnlaunakerfi sitt og jafnlaunastefnu. Lögð er áhersla á skráningu og rekjanleika þeirra upplýsinga sem þörf er á til að staðfesta launajafnrétti kynja við vottun. Það er mikilvægt að verklag og aðferðir gefi greinargóða mynd af launamyndun og að hægt sé að vísa í skjalfest gögn þessu til stuðnings. 

Á námskeiðinu er fjallað almennt um gæðastjórnun í tengslum við ávinning af innleiðingu skjalastjórnar á vinnustað. Fjallað er stuttlega um uppbyggingu gæða- og skjalastjórnunarkerfa og lykilatriði staðla og reglugerða. Farið er yfir kröfur jafnlaunastaðalsins og skráningu gagna í rafræn skjalastjórnunarkerfi. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa grunnþekkingu á því hvernig eigi að skjalfesta jafnlaunakerfi á vinnustað. 

Helstu efnisþættir:
Samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar
Staðla- og regluumhverfi skjalastjórnar.
Skjalfesting jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfa.
Kröfur og verklagsreglur jafnlaunastaðalsins.
Skipulagning verklags í skjalastjórn.
Uppbygging ferla og gerð verklagsreglna.
Flokkunarkerfi og aðgangsstýringar.
Rýni og úttektir á verklagi.
Skráning og skjölun í rafræn kerfi.

Markmið

  • Að þekkja kröfur jafnlaunastaðalsins um skjalfestingu.
  • Að öðlast skilning á samspili gæðastjórnunar og skjalastjórnar.
  • Að fá innsýn í almennar kröfur um skjalastjórnun, helstu löggjöf, staðla og stefnur.
  • Að öðlast grunnfærni í að skjalfesta jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
17.05.2018Gæðastjórnun og skjölun09:0012:00Ragna Kemp Haraldsdóttir, doktorsnemi í upplýsingastjórnun.

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og umræðum útfrá raundæmum. 


Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Landspítali, fundarsalurinn Esjuberg, Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5.
17. maí 2018, kl. 9-12.

Umsjón

Ragna Kemp Haraldsdóttir, doktorsnemi í upplýsingastjórnun.

Gott að vita

Hver vill ekki styðja við launajafnrétti? Fjöldi fræðslu-og mannauðssjóða í eigu aðila á vinnumarkaði endurgreiða stofnunum og fyrirtækjum námskeiðskostnaðinn.  Skila þarf inn kvittun og þátttökuskjali gegn endurgreiðslu.

Mat

Mæting.