Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 02. september 2019
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Á námskeiðinu er jafnlaunastaðallinn kynntur og farið yfir helstu forsendur og kröfur fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis. Með innleiðingu staðalsins taka fyrirtæki og stofnanir upp skipulagðar aðferðir til að vinna að því að tryggja jöfn kjör til kvenna og karla fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Fjallað er um hver séu réttu skrefin í innleiðingu staðalsins, hverju þarf að huga að, hvað þarf að gera og hvernig tryggja megi kerfisbundna innleiðingu og að kröfur séu uppfylltar. Farið er yfir hvernig skipuleggja megi innleiðingu og sýnd eru dæmi um tékklista, verk- og tímaáætlun.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að búa yfir nauðsynlegri þekkingu til að hefja vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað.

Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 16. ágúst kl.10:00.Markmið

  • Að öðlast skilning á jafnlaunastaðlinum (ÍST 85:2012) og markmiðum hans.
  • Að þekkja helstu forsendur og kröfur fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis.
  • Að öðlast aukna færni til að gegna leiðandi hlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
  • Að fá tækifæri til að kynnast og tengjast öðrum í sömu sporum varðandi innleiðingu staðalsins.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
02.09.2019Á námskeiðinu er fjallað um:13:0016:00Guðný Einarsdóttir er sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála-og efnhagsráðuneytinu.
02.09.2019Forsögu jafnlaunastaðalsins og markmið.13:0113:01Guðný Norðdahl Einarsdóttir
02.09.2019Umfang jafnlaunastaðalsins og forsendur innleiðingar.13:0213:02Guðný Norðdahl Einarsdóttir
02.09.2019Jafnlaunastefnu og helstu verklagsreglur.13:0313:03Guðný Norðdahl Einarsdóttir
02.09.2019Kröfur til stjórnunar jafnlaunakerfis og vottunar.13:0413:04Guðný Norðdahl Einarsdóttir
02.09.2019Vottunarleiðir og jafnlaunamerki.13:0513:05Guðný Norðdahl Einarsdóttir
02.09.2019Ferlið við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.13:0613:06Guðný Norðdahl Einarsdóttir
02.09.2019Ávinning innleiðingar og helstu hindranir.13:0713:07Guðný Norðdahl Einarsdóttir

Fyrirkomulag

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

 

Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

smennt(at)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Mánudaginn 2. sept. kl. 13:00 - 16:00.

Umsjón

Guðný Einarsdóttir er sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála-og efnhagsráðuneytinu.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Starfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga.

Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.

Mat

Mæting.