Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Hvert flaug tíminn? - Betri tímastjórnun og skipulag á vinnustaðnum

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 03. október 2019
  • 3 klst.
  • 15.000 kr.
  • Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Margir kannast við það að finnast þeir aldrei ná að ljúka verkefnunum sínum, að tíminn sé of knappur, að verkefnin séu of mörg eða stöðugar truflanir komi í veg fyrir að árangur náist. Þetta getur valdið álagi og þreytu hjá þeim ásamt togstreitu í samskiptum á vinnustaðnum. Á námskeiðinu er þátttakendum hjálpað að ná ákveðinni heildarsýn yfir vinnudaginn og vinnusvæðið sitt. Farið verður í hvað tíminn, í vinnunni eða heima, raunverulega fer og hvernig hægt er að forgangsraða verkefnum. Einnig verður skoðað hvernig hægt er að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin og jafnframt að takast á við ýmsar truflanir, s.s. tölvupósta og símtöl sem óhjákvæmilega setja oft mikið mark á vinnudaginn. 
Í námskeiðinu verður m.a. farið í hvað felst í tímaþjófnaði, frestun, skipulagningu og áætlanagerð, fundum og fundarstjórn, að segja nei, jákvæðu hugarfari og sjálfstjórn.
 

Hæfniviðmið:
Þátttakendur munu að námskeiðinu loknu:
geta náð betri stjórn á vinnudeginum og eigin líðan í vinnunni
geta greint núverandi nýtingu á eigin tíma
geta forgangsraðað verkefnum út frá mikilvægi
geta sett markmið og unnið skipulag og áætlanir úr frá þeim
geta borið kennsl á ýmsar truflanir og tímaþjófa og beitt aðferðum til að draga úr áhrifum þeirraMarkmið

  • Að efla tímastjórnun þátttakenda til að ná fram betri nýtingu á tímanum og meiri vellíðan. Að kenna þátttakendum að þekkja og fanga tímaþjófa og truflanir. Að efla skipulagsfærni starfsfólks.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
03.10.2019Hvert flaug tíminn? - Betri tímastjórnun og skipulag á vinnustaðnum13:0016:00Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP)

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Tengiliður námskeiðs

Júlía Hrönn Guðmundsdóttir

Júlía Hrönn Guðmundsdóttir

julia@smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Starfsmennt, Skipholti 50b, 3.h. 105 Reykjavík kl 13:00 - 16:00

Umsjón

Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP)

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Mat

Þátttaka og virkni á námkeiðinu.