Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Jafnlaunastaðall: II. Gæðastjórnun og skjölun - Fjarnámskeið

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 21. október 2019
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. 

Þess er krafist í staðlinum að fyrirtæki og stofnanir skilgreini og skjalfesti jafnlaunakerfi sitt og jafnlaunastefnu. Lögð er áhersla á skráningu og rekjanleika þeirra upplýsinga sem þörf er á til að staðfesta launajafnrétti kynja við vottun. Það er mikilvægt að verklag og aðferðir gefi greinargóða mynd af launamyndun og að hægt sé að vísa í skjalfest gögn þessu til stuðnings.

Á námskeiðinu er fjallað almennt um gæðastjórnun í tengslum við ávinning af innleiðingu skjalastjórnar á vinnustað. Fjallað er stuttlega um uppbyggingu gæða- og skjalastjórnunarkerfa og lykilatriði staðla og reglugerða. Farið er yfir kröfur jafnlaunastaðalsins og skráningu gagna í rafræn skjalastjórnunarkerfi.


Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að búa yfir nauðsynlegri þekkingu til að hefja vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað.

Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að staðlinum ÍST85:2012, sem má nálgast á stadlar.is

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Föstudaginn 18. okt. kl 13:00 fer fram prufa á búnaði og ZOOM kerfinu fyrir þá þátttakendur sem það vilja.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.

Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 4. okt. kl.10:00.Markmið

  • Að þekkja kröfur jafnlaunastaðalsins um skjalfestingu.
  • Að öðlast skilning á samspili gæðastjórnunar og skjalastjórnar.
  • Að hljóta innsýn í almennar kröfur um skjalastjórnun, helstu löggjöf, staðla og stefnur.
  • Að öðlast grunnfærni í að skjalfesta jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
21.10.2019Á námskeiðinu er fjallað um:13:0016:00Ragna Haraldsdóttir, aðjúnkt við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
21.10.2019Samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar.13:0113:01Ragna Kemp Haraldsdóttir
21.10.2019Staðla- og regluumhverfi skjalastjórnar.13:0213:02Ragna Kemp Haraldsdóttir
21.10.2019Skjalfesting jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfa.13:0313:03Ragna Kemp Haraldsdóttir
21.10.2019Kröfur og verklagsreglur jafnlaunastaðalsins.13:0413:04Ragna Kemp Haraldsdóttir
21.10.2019Skipulagning verklags í skjalastjórn. − Uppbygging ferla og gerð verklagsreglna.13:0513:05Ragna Kemp Haraldsdóttir
21.10.2019Flokkunarkerfi og aðgangsstýringar.13:0613:06Ragna Kemp Haraldsdóttir
21.10.2019Rýni og úttektir á verklagi.13:0713:07Ragna Kemp Haraldsdóttir
21.10.2019Skráning og skjölun í rafræn kerfi.13:0813:08Ragna Kemp Haraldsdóttir

Fyrirkomulag

Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.


Tengiliður námskeiðs

Soffía G. Santacroce

Soffía G. Santacroce

smennt(at)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

FJARNÁMSKEIÐ
Mánudaginn 21. okt. kl. 13:00 - 16:00.

Umsjón

Ragna Haraldsdóttir, aðjúnkt við Félags- og mannvísindadeild HÍ. Gestakennari verður kynntur síðar.

Samstarfsaðilar

Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gott að vita

Starfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga.

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.

Mat

Þátttaka.