Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Landspítali - Jafnlaunastaðall - Launagreining

Helstu upplýsingar

 • Nám hefst 14. maí 2018
 • 3 klst.
 • Án kostnaðar
 • Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem gegna leiðandi hlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins á sínum vinnustað.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Við innleiðingu staðalsins er gert ráð fyrir að a.m.k. ein launagreining liggi fyrir. Fyrirtæki og stofnanir þurfa síðan að framkvæma kerfisbundnar úttektir reglulega eftir innleiðingu og kanna þannig hvort að kynbundinn launamunur sé til staðar. Á námskeiðinu er fjallað um ferli launagreiningar og viðeigandi aðferðir kynntar, þ.e. aðferð minnstu kvaðrata (línuleg aðhvarfsgreining) og meðallaunagreiningu. Einnig er tekið fyrir hvernig halda megi utan um launagögn og viðbótarupplýsingar um kjör starfsmanna í mannauðskerfum (Oracle) og gagnaskrám. Greint er frá skilgreiningum á launum og launatengdum þáttum og skoðaðir þeir þættir sem hafa áhrif á launamyndun fyrirtækja og stofnana. Ná þarf utan um sem flesta þætti sem hafa áhrif á laun til að fá sem réttasta mælingu á launamun. Einnig er fjallað um hvernig rýna megi í niðurstöður launagreininga og mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir setji fram áætlun um leiðréttingar á óútskýrðum launamun, ef hann er til staðar. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast grunnþekkingu á framkvæmd launagreininga, hverju þarf að huga að og hvað ber að varast.

Helstu efnisþættir:
 • Ferli við launagreiningu. 
 • Aðferðir við launagreiningu. 
 • Hugtök og launaskilgreiningar.
 • Launastefna og viðmið til grundvallar launaákvarðana.
 • Þættir sem hafa áhrif á launamyndun fyrirtækja/stofnana.
 • Skilgreiningar á launum og launatengdum þáttum í staðlinum.
 • Rýni og áætlun um leiðréttingar á óútskýrðum launamun.
 • Tæki til launagreiningar og skráning á forsendum í Oracle og gagnaskrár.

Sjóðir sem endurgreiða námskeiðsgjöld:
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólksÞróunar- og símenntunarsjóður SFRÞróunar- og símenntunarsjóður bæjarstarfsmanna hjá ríkinu, Mannauðssjóður KjalarMannauðssjóður SamflotsinsMannauðssjóður KSGRíkismenntLandsmenntSveitamenntStarfsafl og Starfsþróunarsetur háskólamanna

Jafnlaunastaðall - námskrá.
Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunavottun.
Markmið

 • Að öðlast skilning á launagreiningu, tilgangi hennar og aðferðum.
 • Að þekkja ferli launagreiningar og verklag.
 • Að þekkja þá þætti sem hafa áhrif á launamyndun.
 • Að átta sig á hvað þarf að hafa í huga við framkvæmd launagreininga og hvað beri að varast.
 • Að kynnast helstu tækjum til launagreininga.
 • Að öðlast grunnþekkingu á framkvæmd einfaldra launagreininga og áætlunum um leiðréttingar á óútskýrðum launamun.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
14.05.2018Launagreining09:0012:00Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum og verkefnum. 

Fjarnemar fá senda til sín upptöku af námskeiðinu.Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Landspítali - Fundarsalurinn Kaldbakur, innst í Eirbergi, Eiríksstöðum 5.
Mánudagur 14. maí frá kl. 9:00-12:00.

Umsjón

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar.

Gott að vita

Hver vill ekki styðja við launajafnrétti? Fjöldi fræðslu-og mannauðssjóða í eigu aðila á vinnumarkaði endurgreiða stofnunum og fyrirtækjum námskeiðskostnaðinn. Skila þarf inn kvittun og þátttökuskjali gegn endurgreiðslu.

Mat

Mæting.