Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Tollstjóri - Svörun erinda - Hópur B

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 06. desember 2018
  • 6 klst.
  • Án kostnaðar
  • Starfsmenn Tollstjóra
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Á námskeiðinu verður farið í þau viðmið sem embættið setur við svörun erinda. Farið verður í vinnureglur við svörun skriflegra erinda og erinda í tölvupósti eins og t.d. forgangsröðun erinda, uppsetningu tölvupósts / bréfa, viðmið um hvenær og hvernig skriflegu erindi / tölvupósti skuli svarað, vistun gagna, ofl. Auk þess verður farið yfir vinnureglur við símsvörun og þá þætti sem skipta máli eins og raddbeitingu, samskipti í gegnum síma, að senda símtal á aðra, skilaboð og meðhöndlun þeirra, ofl.

Markmið

  • Að öðlast leikni á sviði samskipta og upplýsingamiðlunar innan sem utan embættisins.
  • Að þekkja viðmið embættis við símsvörun og notkun tölvupósts.
  • Að vera meðvitaðir um mikilvægi þess að veita skjóta og góða þjónustu.
  • Að átta sig á aðalatriðum erindis og þekki hvert á að beina viðskiptavinum eftir eðli erindis.
  • Að þekkja algengustu spurningar og svör sem embættinu berast.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
06.12.2018Svörun erinda08:1510:15Valgerður Sigurðardóttir
11.12.2018Svörun erinda08:1510:15Valgerður Sigurðardóttir
13.12.2018Svörun erinda08:1510:15Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Björg Valsdóttir

Björg Valsdóttir

bjorg(hjá)smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Tryggvagata 19, 101 Reykjavík
6., 11. og 13. des. Frá 8:15 - 10:15 alla daga. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum.

Umsjón

Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað starfsmönnum Tollstjóra.

Mat

90% mæting