Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Hvers vegna segi ég já þegar ég meina nei? - Einnig fjarkennt

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 09. apríl 2018
  • 6 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námslýsing

Forystufræðslunámskeiðin eru aðeins ætluð stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga. 

 

Fjallað verður um leiðir til að stuðla að betri líðan og jákvæðari samskiptum, brjóta upp óeðlileg samskiptamunstur, meðvirkni og birtingamyndir meðvirkni. Markmiðið er að styrkja einstaklinga í starfi og efla mannauð stofnana og fyrirtækja. Lágt sjálfsmat og meðvirkni er erfið líðan sem getur birst í því að viðkomandi byrjar að einangra sig frá öðrum svo sem samstarfsfólki, fjölskyldu og vinum.

Farið verður yfir mikilvægi þess að gæta að eigin heilsu, virða eigin mörk og auka þar með lífsgæði sín og vellíðan í starfi. Mikilvægt er að einstaklingar hafi þekkingu og sjálfstraust til að geta gripið inn í ákveðið ferli, áður en það líður of langur tími og starfsmaðurinn upplifir sig í erfiðum aðstæðum. Námskeiðið nýtist einstaklingum í einkalífi sem og í starfi.

Námskeiðinu verður skipt í tvennt – haldið tvo morgna frá kl. 09:00 – 12:00 og verkefni unnin á milli. 

Þetta námskeið er ætlað stjórnum og starfsmönnum stéttarfélaga. Stéttarfélög innan BSRB og ASÍ greiða almennt fyrir þátttöku sinna stjórnar- og starfsmanna. Námskeiðið kostar kr. 34.000.


Markmið

  • Að styrkja einstaklinga í starfi.
  • Að efla mannauð stofnana og fyrirtækja.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
09.04.2018Hvers vegna segi ég já þegar ég meina nei? 09:0012:00Jóna Margrét Ólafsdóttir
16.04.2018Hvers vegna segi ég já þegar ég meina nei?09:0012:00Sami kennari

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá) smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.
9. og 16. apríl frá kl. 9:00 - 12:00.

Umsjón

Jóna Margrét Ólafsdóttir félagsráðgjafi.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Mæting.