Ráðgjafi að láni

Starfsmennt veitir stofnunum þjónustu á sviði mannauðseflingar- og starfsþróunarmála. Eitt af þeim úrræðum sem boðið er upp á er Ráðgjafi  láni sem felst í að lána stofnunum ráðgjafa í tímabundna og afmarkaða vinnu.

Starfsmennt leitast við að finna þann ráðgjafa sem hentar best fyrir hvert verkefni fyrir sig og getur ráðgjafinn því ýmist verið sjálfstætt starfandi sérfræðingur eða starfsmaður Starfsmenntar með sérstaka þekkingu á sviðinu. Leitin að besta ráðgjafanum fer fram í samstarfi við verkbeiðanda og sömu kröfur gilda um fagmennsku og trúnað hvort sem ráðgjafinn er úr röðum Starfsmenntar eða utanfrá.

Hjá Starfsmennt geta stofnanir m.a. fengið aðstoð við að greina fræðsluþarfir starfsmanna eða starfsmannahópa, gera áætlun til að mæta fræðsluþörfum og stuðning við að koma áætluninni í framkvæmd.

Við upphaf verkefnis er ávallt farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvert er markmið verkefnisins og hverju á það að skila stofnuninni og starfsmönnum hennar?
  • Hver er tímaramminn?
  • Hvernig skiptist fjármögnunin eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna?
  • Hver er tengiliður verkefnisins?
  • Hvernig verður eftirfylgni háttað?

Gerður er samningur um hvert verkefni fyrir sig. 

Ráðgjafi að láni er hagkvæm lausn þar sem hlutverk ráðgjafans er skilgreint í hverju tilfelli fyrir sig með þarfir stofnunar og starfsmanna í huga. Ekki hika við að hafa samband til að kanna hvernig Ráðgjafi að láni geti stutt við eflingu mannauðs á þinni stofnun.

Undir Sitthvað forvitnilegt er einnig að finna umfjöllun um ýmislegt sem varðar stjórnun, starfsumhverfi, símenntun og starfsþróun.

Hafa samband