Raunfærnimat

Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í alls konar samhengi. Raunfærni er því samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. 

Á vefnum www.naestaskref.is er að finna skimunarlista fyrir nokkur fög og starfsgreinar. Fræðslu- og símenntunarstöðvar út um allt land bjóða upp á raunfærnimat í ýmsum greinum og leitast Starfsmennt við að koma upplýsingunum á framfæri. Fylgstu með á fésbókarsíðu Starfsmenntar eða skráðu þig á póstlistann okkar til að fá meira að heyra.

Veturinn 2019-2020 verður boðið upp á raunfærnimat í eftirtöldum greinum. Nánari upplýsingar fást hjá miðstöðvunum sjálfum.

  • Starfsmennt, haust 2019. Nokkrar greinar Háskólabrúar Keilis haustið 2019.
  • Austurbrú, veturinn 2019-2020. Fisktækni.
  • Framvegis, vor 2020. Tölvubraut Upplýsingatækniskólans. Almenn starfshæfni. Sjúkraliðar.
  • Fræðslunetið á Suðurlandi, vor 2020. Skólaliðar. Stuðningsfulltrúar. Félagsliðar.
  • IÐAN fræðslusetur, vor 2020. Húsasmíði. Múraraiðn. Skrúðgarðyrkja. Matreiðsla. Matartækni. Bifvélavirkjun. Bílamálun. Bifreiðasmíði. Málmsuða. Nokkrar fámennar greinar eru einnig til raunfærnimats eins og prent-og miðlunargreinar, bakaraiðn o.fl. Nánari upplýsingar hjá náms- og starfsráðgjöfum Iðunnar.
  • Mímir, vor 2020. Almenn starfshæfni og grunnleikni.
  • Símey, vor 2020. Fisktækni, matartækni, þjónustugreinar og almennt starfshæfni.
  • Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Skipstjórn.
  • Þekkingarnet Þingeyinga., vor 2020. Raunfærnimat í þjónustugreinum, liða- og stuðningsfullrúa. Skiptstjórn í samvinnu við Visku..

 

Hafa samband