Ráðgjöf og þjónusta

Við veitum opinberum stofnunum heildstæða þjónustu á sviði mannauðs- og starfsþróunarmála ásamt því að veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum.

Þjónustan skiptist í:

Ráðgjafar okkar vinna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsmenn, koma til móts við þarfir stofnana og einstaklinga með sérsniðnum úrræðum og kappkosta að veita sveigjanlega, hagnýta og faglega mannauðsþjónustu.

Þjónustan er stofnunum að kostnaðarlausu að því gefnu að hún nýtist félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar. Þá hafa einnig verið gerðir samstarfssamningar við fræðslu- og mannauðssjóði annarra stéttarfélaga og stofnunum þannig auðvelduð heildstæð nálgun á ráðgjafavinnuna.

Hafðu samband í síma 550 0060 eða sendu póst á smennt(hjá)smennt.is til að fá nánari upplýsingar um hvernig ráðgjafa- og mannauðsþjónusta okkar getur nýst þér.

 

Hafa samband