Náms- og starfsráðgjöf

Fræðslusetrið Starfsmennt býður öllum félagsmönnum stéttarfélaga innan BSRB upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa til að ræða stefnu í námi og starfi og efla vitund um hæfileika, viðhorf og áhuga. Með ráðgjöfinni viljum við auðvelda fólki að velja rétta stefnu í lífi og starfi og hvetja það til sjálfsábyrgðar og virkrar þátttöku í uppbyggingu eigin færni. 

Ráðgjafinn aðstoðar þig við að: 

  • átta þig á áhuga þínum og tengja við nám og störf.  
  • þekkja veikleika og styrkleika og efla starfshæfni.
  • vega og meta hin ýmsu störf og starfssvið. 
  • útbúa ferilskrá og atvinnuumsókn. 
  • leita að áhugaverðu tómstundastarfi eða námi. 
  • efla sjálfstraust eftir áföll í námi eða starfi.
  • bæta samskipti og samstarfshæfni. 
  • læra að setja mörk og stjórna tilfinningum í starfi. 
  • forgangsraða og skipuleggja.
 
Ráðgjöfin hentar öllum, óháð aldri og stöðu.  
 
Viðtölin fara fram hjá okkur á hefðubundnum skrifstofutíma og eru án endurgjalds fyrir alla aðildarfélaga okkar. 

Hægt er að panta tíma með því að senda póst á smennt@smennt.is eða hafa samband í síma 550-0060.

 
 

Vilt þú...

...þróa hæfni sína í starfi?

...skoða möguleika á starfsþróun?

...fá upplýsingar um nám og að setja sér markmið?

...mæta nýjum lífshlutverkum og takast á við breytingar?