Ráðgjafi að láni

Við veitum stofnunum heildstæða þjónustu á sviði mannauðs- og starfsþróunarmála. Eitt af þeim úrræðum sem boðið er upp á er Ráðgjafi að láni sem felst í að lána stofnunum ráðgjafa í tímabundna vinnu.

Ráðgjafar okkar veita stofnunum aðgang að sérfræðiþekkingu og reynslu og aðstoða við að finna leiðir til að auka ánægju starfsmanna, skilvirkni og árangur. Þeir starfa náið með stjórnendum og starfsfólki, styðja við ýmis umbótaverkefni innan stofnana og styrkja þannig grunn að markvissri stjórnun og eflingu mannauðs.

Ráðgjafi að láni er hagkvæm lausn þar sem hlutverk ráðgjafans er skilgreint í hverju tilfelli fyrir sig með þarfir stofnunar og starfsmanna í huga. Verkefni ráðgjafans eru öll á sviði mannauðseflingar og starfsþróunar, allt frá stefnumótun í málaflokknum til einstakra verkefna.